Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Síða 24

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Síða 24
70 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. — hófust í raun og' veru með föstu skipulagi 1884. Þau samtök voru nefnd: V örupöntunarfélag Húnvetninga og Skagfirðinga. Á fundi er lialdinn var á Sauðarkrók 15. ágúst, af nokkrum mönnum úr Húnavatns og Skagafjarðarsýslum, var ákveðið að koma upp húsi á Sauðarkróki til þess að geyma í vörur er pantaðar yrðu úr þessum sýslufélögum. Fé til þess skyldi safna með 25 kr. lilutum. Pétur Kristó- fersson á Stóruborg tók að sér að útvega húsið á næsta sumri í júní eða júií. — Hrossamarkaðir skyldu settir í réttri röð frá Hrútafirði norður á Akureyri á samsvarandi tíma, sem Coghill léti auglýsa með nægum fyrirvara. P. Kr. hét einnig að panta vörur gegn fé frá Coghill eftir- leiðis, eftir skýrslum frá þessum sýslum; hann lofaði einn- ig að gera það sem hann gæti til þess að húsið yrði flutt hingað upp kostnaðarlaust. — Fundarmenn lofuðu að leita samskota eða hluta, liver í sínum hreppi. A fundi að Fjalli 1. sept. s. á., var Erlendur Pálma- son í Tungunesi kosinn forseti; var hann upp frá því endurkosinn formaður félagsins til dauðadags — 28. okt. 1888. Á þeim i'undi var ákveðið að vörugeymsluhúsið skyldi vera 12X18 álnir, sperrureist, með grunnmúr og lofti. Ennfremur var ákveðið — eftir uppástungu forseta — að semja lög fyrir félagið. — Var það gert að Bóls- staðahlíð 26. nóv. s. á. af þeim Erlendi Pálmasyni, Olafi Briem og séra Stetáni M. Jónssyni, sem til þess liöfðu ver- ið kosnir. Frumvarp þeirra var samþykt óbreytt að rnestu á almennum fulltrúafundi á Sauðarkróki 22. júní 1885. Grundvallarreglurnar sem lögin eru bygð á, eru þessar: Fyrirkomulagi félagsins er þannig liagað, að það skift- ist í deildir eftir lireppum. I hverri deild sé kosinn 1 eða 2 íulltrúar, er sernji árlega skýrslur um vörur þær er menn vilja panta og standa í ábyrgð fyrir borgun þeirra. Aðalstjórn félagsins er falin 3 manna nefnd, sem árlega sé kosin á almennum fulltrúafundi. Ætlunarverk þeirrar

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.