Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Page 26

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Page 26
72 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. Erlendur Pálmason, Olafur Briem og Pétur Pétursson sam- mála um það, að nauðsynlegt væri að framhalda pöntun hjá Coghill og Slimon næsta sumar. Þá urðu pantanir minni, enda fór verðið lækkandi á lifandi útfiuttu fé. Engum gat dulist að þeir sem skiptu við vörupönt- unarfélagið, höfðu stórhag af því, og einnig að það hafði mikil áhrif á verslun kaupmanna. Því var stjórnað af hinni mestu alúð og samviskusemi; fyrirkomulagið var svo einfalt og kostnaðarlítið, og alveg sérstök áhersla lögð á hagsýni og sparnað. — Með Erlendi Pálmasyni var Olaf- afur Briem í stjórn félagsins til enda, má liiklaust telja þá aðalmáttarstoðirnar sem félagið hvíldi á. En margir fieiri góðir menn í báðum sýslunum studdu það með dugn- aði og samúð. Það sem nú hefir verið sagt um vörupantanir hjá Coghill, fjár- og hrossasölu, á einnig við um vesturpart Húnavatnssýslu á þessu árabili, að öðru leyti en því, að þar voru pöntunarfélög hreppanna smærri og ekki með eins föstu skipulagi. Ymsir voru þar l'ormenn hreppa- deildanna, þar á meðal sá er þetta ritar fyrir Ashrepps- deild. — Hinn góðkunni dugnaðannaður og fyrirmyndar- bóndi Jón Skúlason á Söndum í Miðfirði, liafði lengi for- ystu fyrir lang-stærstu deildinni og pantaði sjálfur flestar útlendar vörutegundir er heimili hans þurfti. — Almenn- ast var að menn pöntuðu helstu nauðsynjavörur svo sem alskonar matvöru, kaffi, sykur, steinolíu, kol, sápu, tóbak, ljáblöð og ýmsar smærri vörur. Auk þess fengu flestir talsvert af peningum fyrir hross og fé — efnaðri bændur oftast nokkur hundruð krónur árlega. — Virtist þá óvíða þröngt í búi; bændur kvörtuðu ekki um peningaleysi, og „undu glaðir við. sitt“. Síðustu ár Coghills hér á landi, var mikið dregið úr kaupum lians af mörgum ástæðum. Fjárverðið var fallið mikið á Englandi, kaupfélögin voru risin upp og Zöllner og Vídalín tóku að sér umboðsmensku þeirra, og önnuð- ust útflutning á fé fyrir þau. Nýr fjárkaupmaður var kom-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.