Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 27

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 27
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 73 inn til sögunnar, Thordal að nafni; mun hann hafa keypt hér fé í tvö ár. Hann var ekki talinn gætinn og varð gjaidþrota 1891. Það ár mun Coghill hafa keypt hér fé síðast, var giskað á að þá hafi verið flutt út héðan til Englands 24000 fjár, í stað 70000 árið áður. Arið 1892 var bannaður innflutningur sauðfjár ognauta til Englands, þótt bannið fengist síðar afnumið í svip fyr- ir Island. Þessi ötuli og vinsæli viðskiptavinur Islendinga John Coghill dó 3. okt. 1896 á leiðinni upp til Islands. Hann mun jafnan verða tahnn þarfasti maðurinn útlendur, sem við þetta land hefur skipt. Þegar litið er yfir þetta tímabil, kemur það engu síð- ur fram en áður, að bændur geta með engu móti sætt sig við kaupmanna verslunina eingöngu. Björn Sigfússon, Kornsá. Þ r i ð j i k a f 1 i. Brot úr verskmarsögu eða samvinnusögu Húnvetninga frá 1889—1895. A dögurn Vörupöntunarfélagsins var ritað allmikið opinberlega hér á landi urn kaupfélagsskap, því að Þjóð- ólfur var á ritstjórnarárum Þorleifs Jónssonar frá Stóra- dal, nu póstmeistara, reglulegt samvinuublað, er flutti hverja greinina annari snjallari um kaupfélög og tók altaf svari þeirra, ef á þau var hallað. Meðal annars kom í blaðinu ítarleg frásögn um ensku félögin eftir Neergaard núver. forsætisráðherra Dana. Sömuleiðis flutti Ejallkonan ýmsar greinar um þessi mál. Nokkuru síðar kom og hin stórmerka ritgerð Torfa í Olafsdal, í Andvara.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.