Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Síða 29

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Síða 29
Tímarit íslenskra samvinnufélaga 75 til að annast þau, með því að hann sjálfur hafði þá margt að sýsla fyrir sveit sína. Samkvæmt vörubókum Búnaðarfélags Svínavatns- lirepps frá 1885—1890, sem enn eru til, voru það tiltölu- lega fáar vörur sem Coghill útvegaði, það er hrisgrjón, bankabygg, hveiti, einkum „overhead“ liveiti, sem mikið var um þá, kaffi, sykur, tóbak steinolía, járn, kol, ljáblöð, og brýni. Coghill seldi vörurnar „cif“ þ. e. á Sauðárkróks- höfn, en félagsmenn önnuðust uppskipun og nam sá kostn- aður ásamt þóknun til pöntunarstjórans hér 2% af vöru- verðinu árið 1889 en 3°/0 árið eftir1). Verðmunur á þessum vörum og samskonar vörum lijá kaupmönnum á Blönduósi var oft geisimikill, t. d. var 1889 járn lijá félaginu 11 aura pundið en 20 hjá kaup mönnum, kaffi 75 aura en 105 aura lijá kaupmönnum. Matvörur voru 15—40°,/0 ódýrari í félaginu og sykur 25 -50%. Þá þóttu sauða- og liestakaup Coghill góð og ekki minst um það vert að geta fengið hjá lionum gullið góða J) Jón Guðmundsson frá Brennigerði, nú hreppstjóri á Sauðár- króki (um áttrætt), sem verið hefir mikill styrktarmaður um langt skeið alls pöntunarfélagsskapar, er vörur hefir feng'ið á Sauðárkrók, hefir skýrt -frá þvi, að fyrstu ár Vörupöntunarfélagsins samdi forseti þess (E. P.) við æfðan uppskipunarmann á Sauðárkróki um upp- skipun vara félagsins gegn 25 aurum fyrir hvert stykki og fékk maðurinn þvi jafnt fyrir sykurtoppinn sem oliufatið. Jón benti þá forseta á, að réttara væri að félagið annaðist sjálft uppskipunina, en honum þótti það óvarlegt, lét þó tilleiðast með þvi móti, að Jón stæði fyrir uppslcipun. Kom þá i Ijós að uppskipunarkostnaðurinn varð aðeins T1/, eyrir á stykki. Dæmi þetta sýnir ijóst, að þegar bændur lengst ofan úr sveit- um og alóvanir allri verslun, hófust handa um kaupfélagsskapinn, þá urðu þeím ýms mistök á, svo sem eðlilegt var, en þeir sem ekki létu hugfallast fetuðu sig áfram um nauðsynlega þekking, og féiags- skapurinn dafnaði þrátt fyrir mistökin, þegar heiðvirðir og greindir menn stóðu fyrir lionum eins og hér, og sýnir það eftirminnilega lifsþrótt hans og heilbrigði.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.