Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Page 33

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Page 33
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 79 • þess að ræða um málið, en niðurstaðan orðið sú, að ekki þætti gjörlegt, að slíta félagsskap við Skagflrðinga, til þess að ganga í nýtt félag, sem ósýnt var hvernig mundi reiða af, en látið líklega, að ef félag kæmist hér á fót, og því gengi vel, þá mundu þeir máske koma með í framtíðinni. Sterkasta ástæða þeirra, að vilja ekki þá þeg- ar ganga úr Kaupfé- lagi Skagfirðinga virð- ist hafa verið sú, að flestallir hreppsbúar, höfðu þá öll sín verzl- unarviðskifti á Sauð- árkróki, og alment var álitið að kaup- mannaverslun væri þá mun betri þar, en á Blönduósi, og að sjálfsögðu var þægra, að sækja pöntun þangað, sem verzlun var að öðru leyti rekin. I vestur sýslunni voru undirtektir það daufari, að þar varð ekki komið á fund- um nema í Þverár- hreppi, og þar var Þorleifur Jónsson það aðeins ytri hluti hreppsins, sem vildi aðhyllast nýja kaupfélagsstofnun. Hinir vestursýslubúarnir vildu halda sér við Kaupfélag Dalamanna, sem þá tók yfir: Snæfells ness., Dalas., Strandas. og Húnavatnssýslu austur að Gljúf- urá, þó var þá þegar komið nokkurt ósamþykki í það fé- lag, og aðalfundi þess veturinn áður, hafði komið fram tillaga um að skifta því í tvö félög; þannig að Snæfells- sýsla og Dalasýsla yrðu saman áfram, en að í Stranda-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.