Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Síða 38

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Síða 38
84 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. félagsins. Næstu árin áður hafði verið flutt út 50—80 þúsund sauðfjár lifandi, og ekki sýnna, ef þá væri breytt til, og öllu fénu slátrað í landinu, og sent út þetta mikið meira af saltkjöti, en að þá mundi verðið á því lækka til muna. Innflutningsbannlögin ensku voru þannig, að sauðfé mátti að vísu flytja þangað lifandi, en það varð að slátra því strax. En þeir sem kunnugastir voru, töldu ekki gjörlegt að flytja þangað uppá þau býti fleira fé en í hæsta lagi 3000 á viku, eða mest 12000 yfir haustið. Zöllner ferðaðist því til Belgíu og Prakklands, að leita fyrir sér með markað fyrir sauðfé, og leist honum svo á, að eins og þá stæði væri naumast gerlegt að flytja lifandi sauðfé héðan til Berlín, en aftur þótti honum verðið álit- legra á Prakldandi þrátt fyrir það þótt þar væri svo hár innflutningstollur á lifandi sauðfé, að nam kr. 15.50 á hver 100 kg. í lit'andi þunga fjárins. Hann afréð því að flytja þangað alt að 18000 sauði 2ja og 3ja vetra, sem hann taldi mjög nauðsynlegt að væru sem allra vænstir. A aðalfundi félagsins 25. janúar 1897, var þvi mjög dauft hljóð í félagsmönnum, þá var afráðið að panta, en þá hætti bæði Vindhælishreppsdeild og Þverárhreppsdeild viðskiftum við félagið, og urðu það því aðeins 5 hreppar, sem þá héldu viðskiftum áfram. Pöntun varð helmingi minni en árið áður, og verðið varð lágt á sauðunum, sem stafaði bæði af því, að of margt reyndist, sem flutt var til Englands undir þeim kringumstæðum, sem þá voru fyrir hendi, og sérstaklega þó af því að féð, sem til Prakklands var flutt rírnaði svo mikið á leiðinni, þar sem sjóferðin var svo löng, enda hrepptu sum skipin ilt veð- ur. Þó varð útkoman sú, að við reikningslok fékk félag- ið rúmlega 5000 kr. í peningum, sem það átti til góða af viðskiftunum. Verð á íslenskum vörum, sem látnar voru í félagið þetta ár varð: Hvít vorull nr. 1. 58 aura og nr. 2. 53 aura pundið. Hross 35 — 60 krónur. Meðalverð þeirra

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.