Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Page 44
90 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
á því heldur lægra, en hjá kaupmönnum, aftur var verð
á vorull tölvert hærra en hjá kaupmönnum. Saltfiskur,
sem félagið sendi út, seldist líka fremur vel.
Arið 1903, skiftu enn sömu deildir við félagið, og varð
pöntun nál. '/3 meira en árið áður.
A aðalfundi félagsins 10. febi’. var afi'áðið að senda
ekki út lifandi sauðfó fremur en ái’ið áður, en á auka-
fundi sem haldinn var 3. júní var ákveðið samkvæmt
tillögum Zöllners, að reyna að senda nokkuð af því, þareð
útlit var fyrir að verð á saitkjöti mundi vérða mjög lágt.
Það slys vildi til með útsendingu á þessu fé, að skip,
sem tók nokkurn hluta þess, hrepti ofsaveður í hafi og dráp-
ust þá rúmar 200 kindur af farminum, en í þeim skipsfarmi
átti þetta félag lítinn hluta, svo að það varð ekki til-
finnanlegur skaði fyrir félagið, og verðið var mjög svip-
að og það hefði orðið, ef fénu hefði öllu verið slátrað
hér heima. Verð á ull og kjöti, sem félagið sendi út þetta
ár varð heldur hærra en hjá kaupmönnum.
A þessu ári fauk vöruskúrinn á Hólanesi, sem félagið
l)yggði árið áður enda hafði hann ekki verið fullgjörður,
viðir skemdust lítið, og var hann endurbyggður og betur
umbúinn, kostaði það rúmar 70 krónur. Engihlíðarhrepps-
deild byggði á árinu vöruskúr norðanundir kaupfélags-
húsinu á Blönduósi, og lánaði félagið deildinni til þess
100 krónur rentulaust, gegn því, að deildin afsalaði sér
afnotarétti af húsi félagsins. Þennan skúr keypti svo fé-
lagið síðar.
Þorkelshólsdeild, sem ekkert hafði skipt við félagið
nokkur ár, en sem ekki hafði borgað að fullu skuld sina
við félagið hafði krafist útborgunar á varasjóðshluta sín-
um, og var hann samkvæmt útreikningi þar til kjörinna
manna kr. 127,70, var það útborgað á þessu ári, enda
greiddist þá skuld deildarinnar að fullu.
Arið 1904 jókst enn vörupöntun félagsins töluvert,
enda var þá aptur reist við deild í Torfalækjarhreppi, sem
pantaði töluverðar vörur. Auk þeirra vörutegunda, sem