Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 48

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 48
94 Tímarit íslenskra samvinnufélaga koma af stað hreyfingu til stofnunar sláturfélagsskapar hér í sýslunni, sem síðar verður að vikið. I ársbyrjun 1907 urðu formannaskifti. Brynjólfur Glslason, sem verið hafði formaður félagsins í 7 ár, flutt- ist búferlum suður í Viðey. Hafði honum heppnast vel stjórn félagsins, jafnan haldið því skuldlausu við umboðs- mann erlendis og skuldir höfðu engar safnast hjá félags- mönnum. Þegar Brynjólfur lét af formannsstörfum fyrir félagið tók við þeim störfum Jónatan J. Líndal á Holtastöðum. Það ár var lögum l'élagsins breytt, og við hlið pöntunar- deildarinnar var stofnuð söludeild, en í mjög smáum stíl var það í fyrstu. Sölustjóri var ráðinn Halldór Halldórs- son, og var kaup hans 5°/0 af seldurn vörum. Ekkert var lánað við söludeildina. Alls seldi söludeildin þetta ár vörur fyrir kr. 7542.51 að innkaupsverði og viðbættum útlögð- um kostnaði. Að svona lítið seldist af vörum söludeildar- innar stafaði einkum af því, að rnegnið af vörunum kom ekki fyrri en mjög seint á árinu. Af þessurn seldu vörum varð hagnaður 10°/0, sem félagsmönnum var útborgað að hálfu leyti, en hinn helmingur ágóðans var færður í stofnsjóð, sem eign hvers einstaks félagsmanns. En stofn- sjóður var samkvæmt áður umgetnum breytingum á lög- um félagsins fyrst myndaður þetta ár, og var hann í árs- lokin kr. 987.10, og var hann þannig myndaður, að auk áðurgetins hálfs ágóða at' söludeildarverslun lögðu félags- menn í hann 2°/0 at' pantaðri vöru, og auk þess lögðu nokkrir menn í hann 6—10 krónur hver og örfáir menn nokkuð meira, og varð það, sem félagsmenn á þennan hátt lögðu í stofnsjóð þetta ár kr. 536.00, og hafa félags- menn jafnan síðan stofnsjóður var myndaður, fengið ár- lega 5"/0 vexti af inneign sinni, sem að mestu hefir verið bætt við höfuðstólinn. Þetta ár hætti Vindhælishreppsdeild viðskiftum við félagið, svo að það voru aðeins 4 hreppar, sem pöntuðu, enda varð sú pöntun aðeins um 19.000 kr. að innkaups-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.