Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 49
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 95
verði. En auk þess stóð félagið fyrir fóðurvörupöntun
fyrir alla hreppa sýslunnar. Vorið 1906 var svo hart, að
víðast um sýsluna var öllu sauðfé gefið inni til maíloka.
Voru því heyfyrningar víðast mjög litlar. Sumarið var
svo bæði stutt og kalt, svo að heyafli var yfirleitt með
minsta móti. Heybirgðir voru því ekki sem bestar fyrir
þann pening, sem á vetur var settur, ef hann yrði harður.
En fyrir veturnætur lagði að með frosti og snjóhríðum,
og sauðfé því tekið mjög snemma á gjöf, og um lok des-
embermánaðar var víðast um sýsluna orðið haglaust
einnig fyrir hross, svo útlitið var mjög ískyggilegt ef
harðindi héldust fram á vor. Kaupfélagið gekkst því fyrir
pöntun á rúgmjöli og nokkrum öðrum fóðurvörum fyrir
alla sýsluna. Þessi fóðurvörupöntun varð fyrir nokkuð
meiri upphæð, en aðal vörupöntun félagsins, og komu
þessar fóðurvörur með skipinu „Patria“ til Skagastrandar,
Blönduóss, Hvammstanga og Borðeyrar uin mánaðamótin
febrúar og mars, og var það í fyrsta sinn, sem skip kom
hér með vörur á þcim tíma árs, enda þótti harðsótt að
ná vörunum í land í gaddfrostum og verstu ótíð, þó liepn-
aðist það slysalaust, að öðru en þvi, að líiill hluti af vör-
unum blotnaði dálítið af sjó í uppskipuninni. Kostnaður
á hinum venjulegu pöntuharvörum varð þetta ár 24"/0 af
innkaupsverrði vörunnar, en 38°/0 á fóðurvörunum.
Sala á íslenskum vörum, sem félagið sendi út, gekk
sæmilega að öðru leyti en því, að sala á linsöltuðu dilka-
kjöti gekk fremur illa, og ekki náðist fyrir það jafn hátt
verð og fyrir annað kjöt, sem sent var út sterksaltað, og
stafaði það af því, að nokkur hluti þessa linsaltaða kjöts
skenundist nokkuð, var talið súrt þegar það kom út, en
til allrar lukku var þetta að eins lítill hluti af því kjöti,
sem félagið sendi út þetta haust.
Árið 1908 skiptu sömu 4 deildir við pöntunardeildina,
sem árið áður. Vöruumsetning pöntunardeildarinnar varð
nokkuð meiri en árið áður, en söludeildin seldi vörur
fyrir kr. 13.582.10. Ágóði af þeirri verslun var 8°/0.