Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 51

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 51
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 97 við félögin miklu betri í lieild sinni árin eftir. heldur en við kaupmenn. Jónatan J. Líndal, sem eins og áður er sagt, varð formaður félagsins í ársbyrjun 1907, og varð einnig for- stjóri Sláturfélagsins og sölustjóri söludeildarinnar 1908, hafði þessi ár rekið allstórt bú á Holtastöðum, sá nú að félögin þurftu óskifta starfskrafta duglegs manns, en hann vildi ekki hætta við búskapinn, sem hann hafði sérstak- lega búið sig undir. Hann sagði því af sér öllum störfum við félögin í ársbyrjun 1909, og var þá Skúli Jónsson ráðinn formaður bæði Kaupfélagsins og Sláturfélags Austur- Húnvetninga og sölustjóri söludeildarinnar. Þetta ár bygði félagið hús á Blönduósi I4V2XIOV2 al. með kjallara og porti. Húsið var bygt úr steyptum steinum, með tvöföldum veggjum, og var þá strax inn- réttað í því íbúð fyrir formann félagsins. Tilkostnaðar- verð hússins þetta ár, varð kr. 8892.80. Vindhælishreppsdeild, sem hætti viðskiftum við fé- lagið 1907, en sem nú hafði stofnað sérstakt verslunarfé- lag, var á þessu ári borgað út liluti hennar úr varasjóði kaupfélagsins, að upphæð kr. 671.51, og keypti sú deild þá jafnframt hús og verslunaráhöld, sem Kaupfélagið átti á Hólanesi, með bókfærðu verði, sem var kr. 981.50. A þessu ári kostaði félagið talsímalagningu frá lands- símastöðinni á Blönduósi norður yfir Blöndu og inn í kaupfélagshúsið. Við pöntunardeildina skiptu sömu 4 deildir og árin áður, og varð umsetning hennar svipuð og næsta ár áður, en söludeildin seldi vörur fyrir kr. 34832.41. Ágóði af þeirri verslun varð 8°/0. Hross og ull, sem félagið sendi út þetta ár seldist vel. Árið 1910 skiftu enn söinu 4 deildar við pöntunar- deildina, og jókst umsetning hennar nokkuð, en söludeildin seldi vörur fyrir kr. 33154.14. Ágóði af söludeildarversl- uninni þetta ár varð 9n/0. Þetta ár var komið upp nýjum uppskipunarbát fyrir 7

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.