Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 55

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 55
Tímarit íslcnskra samvinnufélaga. 101 stjórn félagsins sérstaklega vel úr hendi, enda var hann áður töluvert æfður við verslunarstjórn, og sérstaklega lipur maður og samvinnugóður. Var hans því mjög saknað af félagsmönnum, og margir voru kvíðnir yfir því, að örðugt yrði að fá hæfan mann til þess að taka að sér störf hans. En félagið var þá svo heppið að það réði til starfsins Pétur Theódórs, sem enn er formaður félagsins og sölustjóri. Hafði hann þá undanfarin ár verið fastur starfsmaður við félagið, og þá síðasta árið að mestu staðið fyrir því í sjúkdómsforföllum Skúla, og munu allir, sem til þekkja, telja að honum hafi liepnast að leysa þessi störf mjög vel af hendi. Arið 1916 varð vörupöntun lítið eitt hærri að krónu- tali en árið áður. En söludeildin seldi vörur fyrir rúmlega 64.000 krónur. Agóði af söludeildarversluninni var 6%. Þess er áður getið að í ársbyrjun 1911 varð C. Maur- itzen umboðsmaður félagsins, en með byrjun ársins 1916 liófust viðskifti Kaupfélagsins víð S. I. S. og fékk það þá töluvert af vörum frá því, þó hefir félagið að þessu einnig skift við Mauritzen, og fengið frá honum mikið af ensk- um vörum. Þetta ár lagði félagið enn af varasjóði sínum krónur 927.38 tll bátaskýlisins, sem haldið var áfram að byggja og endurbæta, sem og til að bæta uppskipunartækin á bryggjunni. Árið 1917 lagði félagið enn til af varasjóði sínum kr. 698.00 til bryggjunnar og bátaskýlisins. Þetta ár varð verslunarumsetning lítið eitt minni en árið áður. En ágóði af söludeildarverslun varð 10%. Árið 1918 tvöfaldaðist vöruumsetning félagsins, enda stórhækkaði verð á öllum vörum. Ágóði af söludeildar- verslun varð 10%. Á því ári var enn endurbætt steinhús félagsins, var þá settur kvistur á vesturhlið þess og þar gerð í stand tvö íbúðarherbergi. Árið 1919 minkaði umsetning pöntunardeildar um %,

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.