Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 56

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 56
102 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. en aftur varð umsetning söludeildarinnar töluvert meiri en árið áður. Ágóði af söludeildarverslun varð 10°/0. Ull sem félagið sendi út, seldist miklu betur heldur en kaup- menn gáfu fyrir hana hér á Blönduósi. Á þessu ári keypti félagið vélbátinn „Leif“ til léttis við upp- og útskipun, og var honum um tíma lialdið út til fiskjar með hagnaði. Einnig var á þessu ári myndaður sérstakur sjóður, „Eyrningarsjóðuru, og var hann þannig myndaður að til hans var lagt 3°/0 af bókfærðu verði liúseigna, og 20 °/0 af bókfærðu verði verslunará- halda og uppskipunartækja. Sjóður þessi var í árslokin kr. 1036.18. Árið 1920 tvöfaldaðist vöruumsetning félágsins, enda náði þá vöruverðið, þ. e. á útlendu vörunum, hámarki, en verð á innlendum vörum stórféll, enda seldist nll fé- lagsins langt fyrir neðan það verð, sem kaupmenn borg- uðu ull það ár. Ágóði af söludeildarverslun varð 6°/0. Þess er áður getið að félagið hafði gengið í S. I. S. og byrjað viðskifti við það árið 1916. Síðan hefir það smá- aukið viðskifti sín þar, og nú síðustu árin skift þar að mestu leyti, þó hefir það altaf haft nokkur viðskifti við C. Mauritzen. Félagið hefir altaf í árslokin verið skuldlaust við Sambandið þar til í árslokin 1920, að það skuldaði því um kr. 140.000.00, en þá átti félagið líka í vörslum S. I. S. alla ársullina óselda, og Sláturfélag Austur-Húnvetn- inga átti mikið af sínum vörum þar líka óselt, og þegar þessar vörur voru seldar, mun þessaii skuld hafaverið um það bil lokið. Til frekari skýringar ástæðujn félagsins, í lok þessa 25 ára tímabils, er hér settur síðasti efnahagsreikningur þess. A k t i v a: 1. Fasteignir: a. Steinhús með sölubúð og íbúð b. Timburhús með skúrum

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.