Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Síða 58
104
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
Aths. Við þennan efnahagsreikning er það að at-
huga, að skuldir félagsins við viðskiftamenn voru urn kr.
4000,00 hærri en hér er tilfært, en það var upphæð, sem
félagsmenn skulduðu við söludeildina, en það var dregið
frá inneignum annara viðskiftamanna þar. Aftur var eft-
ir áramótin úthlutað arði um kr. 12,500,00, og gerir það
meira en að vega á móti skuldum bæði við söludeildina
og pöntunardeildina.
Eins og sést af efnahagsreikuingi þessum var innstæða
varasjóðs í árslokin kr. 64,242,33
Af óúthlutuðum arði féll til vara-
sjóðs eftir árslokin — 3,856,40
-------------= 68,098,73
Innstæða fyrningarsjóðs kr. 1.410,82
í stofnsjóði S. í. S. átti félagið
samkvæmt reikningi kr. 5,490,73
Aukning á árinu 1920 — 2,623,85 = 8,114,58
Oskiftilegir sjóðir fél. eftir þessi 25 ár eru því kr. 77,624,13
Stofnsjóður félagsins var samkv. áður sögðu — 62,015,77
Sjóðeignin því samtals kr. 139,639,90
Þessa inneign í stofnsjóði áttu 446 félagsmenn, og er
það að meðaltali á hvern félagsmann kr. 139,00. Mest inn-
eign hjá einum félagsmanni var kr. 2,051,00. 9 félagsmenn
áttu yfir kr. 1000,00, en 86 áttu minna en 6 krónur.
Til þess að auðveldara sé að glöggva sig á því, hvert
verslunarmagn félagsins hefir verið árlega þessi 25 ár, er
hér sett yfirlit yfir það, og sömuleiðis sjóðeignir í lok hvers
árs. Af því sem áður er sagt má sjá hve stórt verslunar
svæðið hefir verið á hverju ári.