Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1952, Side 77

Andvari - 01.01.1952, Side 77
ANDVARI Vísindi og styrjaldir. Eftir George Russell Harrison: [Grein sú, er hér fer á eftir, er þýðing á stuttum kafla úr bék, sem heitir „Atoms in Action“ og fjallar aðallega um þau tæki, sem vísindin, sérstaklega eðlisfræðin, hafa fengið mönnunum í hendur til nota í daglegu lífi, og þá starfsemi einda og rafeinda, sem er að verki, þegar þau eru notuð, eða, eins og einn ritdómari komst að orði: „Bókin er greinargerð um það, sem vísindin hafa gert og geta gert fyrir hvem mann“. Höfundur hennar, G. R. Harrison, er pró- fessor í eðlisfræði og forstöðumaður eðlisfræðitilraunastofu við iðn- fræðistofnun Massachusetts-fylkis í Bandaríkjunum. Sá stutti kafli, sem hér er þýddur, er úr endurskoðaðri útgáfu, er kom út 1941, nokk- urs konar viðbæti, sem þar er, við fyrri útgáfurnar; var þetta 4. útgáfa, en 1. útgáfa kom út 1937. Eins og menn sjá, er þama rætt um, hvern þátt vísindin eigi í því að auka ægileik styrjalda, og með því að það mun ekki síður hrenna við hér á landi en annars staðar, að þau séu þar mjög fyrir sök höfð, sýnist mér ekki úr vegi að kostur gefist á að sjá álit eins úr hópi vísindamannanna sjálfra á þessu og rök þau, er það er byggt á. Þætti er sleppt úr kaflanum í þýðingunni, er ekki varðar umtals- efnið þar beinlínis. Er úrfellingin sýnd með punktalínu. Þar sem í bókinni er nefnd „núverandi styrjöld" hef ég sett „heimsstyrjöldin síðari", en a. ö. 1. er engu breytt í kaflanum. S. J.] Umræður um sök vísindanna á böli mannkynsins og þá fyrst °g fremst ógnum þeim, er styrjaldir hafa í för með sér, eru að talsverðu leyti óraunhæfar. Vér getum ekki losnað við vísindin, þótt vér vildum, því að, þegar á allt er litið, eru vísindin ekki annað en þekking, og það er vafasamt, að mannkyninu gæti tekizt að komast hjá allri þekkingu um allan aldur, jafnvel þótt

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.