Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1952, Blaðsíða 10

Andvari - 01.01.1952, Blaðsíða 10
6 Steingrímur Steinþórsson ANDVAHI lögfræðinámi. Stofnaði hann það ár, í fagnaðarhug þeim, er þá ríkti, og án efa að ráði Jóns Sigurðssonar, blaðið Isafold. Hann var ritstjóri ísafoldar óslitið til 1909, er hann varð ráðherra. Varð ísafold í höndum Björns Jónssonar afar vinsælt og áhrifamikið blað, enda var Björn ágætlega ritfær og mun hafa haft til brunns að bera flesta þá kosti, er blaðamann mega prýða. Björn Jónsson fór til Kaupmannahalnar að nýju 1878 og áttu þau hjón þar þá heimili í 5 ár, eða til 1883, að þau fluttu alfarin til Reykjavíkur. Var þá Sveinn sonur þeirra tveggja ára að aldri. Eftir það áttu þau hjón heima í hjarta hinnar vaxandi höfuð- borgar. Heimili þeirra var alltaf hið ágætasta. Sveinn Björnsson og systkini hans ólust upp á íslenzku heimili, þar sem hin foma þjóðlega menning var í hávegum höfð. Þar voru þeim frá barns- aldri innrættar gamlar íslenzkar erfðavenjur, svo sem trúartraust, athafnagleði og drambleysi gagnvart öllum, er þau umgengust, hvort sem voru æðri eða lægri. Mun mega fullyrða, að fá heimili hér á landi hafa verið ramíslenzkari og þjóðlegri en heimili for- eldra þeirra Sveins og systkina hans. Flestir helztu þjóðskörungar þess tíma höfðu mikil samskipti við Bjöm Jónsson og komu oft á heimili hans. Börn þeirra hjóna ólust því upp við liin allra beztu þroskaskilyrði. Má segja, að hinir nýju straumar, sem þá fóru eldi um huga margra Islendinga í félagsmálum og frelsis- baráttu þjóðarinnar, hafi verið hvað sterkastir í nágrenni Björns Jónssonar og sameinast á heimili hans. Hefur það andrúmsloft verið hollt vel gefnum og þroskavænlegum ungmennum. Haustið 1894 hóf Sveinn Björnsson nám í Latínuskólanum, eins og Menntaskólinn þá var nefndur, 13 ára að aldri. Stúdents- próf tók hann aldamótaárið, þá 19 ára. Skömmu síðar hóf hann laganám við Háskólann i Kaupmannahöfn og lauk prófi þaðan árið 1907. Kom Sveinn Björnsson það ár heim og settist að í Reykjavík. Gerðist hann þá málaflutningsmaður við yfirréttinn og gegndi hann því starfi til 1918, er yfirrétturinn var lagður niður, en því næst við hinn nýstofnaða Hæstarétt til 1920, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.