Andvari - 01.01.1952, Blaðsíða 83
andvam
Móðurvernd og föðurhandleiSsla
79
I. Ég vil þá fyrst ræða samband móður og barns og þá eink-
um afleiðingar þess, ef það er ekki með æskilegu móti. Ótvírætt
hefur verið sýnt fram á, að geðheilsu ungbams, sem nýtur ekki
umhyggju móður eða einhvers, sem gengur því í móður stað,
er stofnað í voða. Mörg dæmi hafa verið fundin þess, að börn
hafa hætt að taka framfömm, ef þeim var ekki sýnd móðurleg
blíða, enda þótt þau væru í svokölluðum fyrirmyndar-uppeldis-
stofnunum. Þótt hreinlæti og líkamleg umhyggja séu eins og
bezt er á ltosið, eru börn vansæl og þrífast stundum ekki, ef
þau skortir hlýju og gott atlæti. Almenningur er víða í þeirri
trú, að litlu skipti, hvernig uppeldi barnsins er fyrstu dagana,
mánuðina eða jafnvel fyrsta æviárið, af því að það muni ekkert
eftir því, sem þá ber fyrir það, öll reynsla þess sé gleymd og
gralin. En þetta er háskalegur misskilningur. Það er að vísu
rett, að ungbarnið gleymir reynslu sinni, en áhrif reynslunnar
sitja eftir og marka, ef svo má segja, frumviðhorf þess til lífsins.
Og þessu viðhorfi, sem myndast með barninu, ef til vill á fyrstu
dögum og vikum ævinnar, er ákaflega örðugt að breyta síðar,
eirunitt af því, að það er barninu ómeðvitað, runnið því í merg
°g blóð. Margt það, sem venjulega er talið meðfætt, liggja í
eðlisfari barns, er það í raun og veru eklci, heldur á rót sína að
rekja til uppeldis þess í frumbernsku.
Mannsbamið fæðist ósjálfbjarga og getur ekki haldið lífi án
tnikillar umönnunar annarra. Þessi umsjá fellur venjulega að
mestu eða öllu leyti í hlut móðurinnar. Hún vakir yfir öllurn
þörfum barnsins, hún fæðir það ekki eingöngu í heiminn, heldur
leiðir hún það einnig út í heiminn og kemur því fyrst til þroska.
hessi sívakandi umönnun, sem krefst að því er virðist mikillar
lórnfýsi, er samt, samkvæmt ráðstöfun náttúrunnar, öllum and-
ega heilbrigðum mæðrum ljúft starf. Móðurástin er þarna að
v°rki, en hún er eðlislæg. Með því að sinna nýfæddu barni sínu,
svalar móðirin sterkustu hvöt mannseðlisins, þeirri, að halda við
tegundinni. Það er því hverri andlega heilbrigðri móður eðlilegt
c'h láta barninu í té ástúð og blíðuatlot.
6