Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1952, Blaðsíða 72

Andvari - 01.01.1952, Blaðsíða 72
68 Vi'lhjálmur Þ. Gíslason ANDVARI við skólann, og þó að hann tæki þennan þyt skólapilta nærri sér, erfði hann ekki málið og veik aldrei að því síðan í skólaræð- um. Þeir, sem að aðsúgnum stóðu, munu yfirleitt síðan hafa talið hann ómaklegan. Annað atvik aðkomandi kom einnig á seinustu árum Svein- bjamar með dálítinn nýjan gust inn í líf hans stutta stund. Reyk- víkingar kusu hann óvænt alþingismann sinn 1844 á fyrsta endurreista þingið 1845, en hann hafnaði þingsetunni. Einn sagnaritari hefur komizt svo að orði, að þessi kosning Svein- bjarnar beri vott urn pólitískan vanþroska Reykvíkinga, að kjósa utanbæjarmann og ópólitískan fræðimann. Eg fyrir mitt leyti sakna þess, að Sveinbjörn Egilsson skuli ekki hafa viljað vera í flokki — og ég vil segja í fríðum flokki — þeira manna, sem sátu hið endurreista alþingi og lögðu hér grundvöll nýs stjórnarfars og þingræðis. :Hann hefði orðið prýðimaður á þeim prúðu bekkj- urn, sem settir voru til þjóðráða í þeim skólasal, þar sem hann flutti sjálfur ágætar ræður. Þegar þess er gætt, að skólamál og mennta urðu eitt af aðalviðfangsefnum hins nýja alþingis — eins og ávallt þar sem ríkir heilbrigt lýðræði — má ætla, að hans ráð hefðu orðið þar til hollustu. En hvort sem afsögn hans réð óbeit sjálfs hans á þingstörfum eða hitt, að hann vildi eins vel unna varamanni sínum og vini, séra Árna stiftsprófasti Helgasyni, þing- setunnar, þá kom hann aldrei á þing. Sveinbjörn Egilsson var ekki heldur fyrst og fremst stjóm- mála- og athafnamaður, þó að hann þyrfti að hafa ýmislega um- sýslu og rækti hana vel og væri góður verkmaður. Honum létu bezt listræn lærdómsstörf, rannsókn og íhugun. Hann var húman- isti. En forðast skyldu menn samt að gera sér í hugarlund að hánn væri lífsfælinn lærdómsgrúskari, fomfræðingur, utan við líf sam- tíðar sinnar. Því fór fjarri. Sveinbjöm var alinn upp á ríkisheimilum á þeirra tíma vísu og sjálfur efnamaður lengst af, en hafði líka náin kynni af starfslífi síns tíma. Hann vandist líkamlegri vinnu til lands og sjávar jafnframt námi sínu. Þessi líkamlega vinna skólafólks og kynni þess bæði af andlegu lífi og atvinnuhfi og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.