Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1952, Side 72

Andvari - 01.01.1952, Side 72
68 Vi'lhjálmur Þ. Gíslason ANDVARI við skólann, og þó að hann tæki þennan þyt skólapilta nærri sér, erfði hann ekki málið og veik aldrei að því síðan í skólaræð- um. Þeir, sem að aðsúgnum stóðu, munu yfirleitt síðan hafa talið hann ómaklegan. Annað atvik aðkomandi kom einnig á seinustu árum Svein- bjamar með dálítinn nýjan gust inn í líf hans stutta stund. Reyk- víkingar kusu hann óvænt alþingismann sinn 1844 á fyrsta endurreista þingið 1845, en hann hafnaði þingsetunni. Einn sagnaritari hefur komizt svo að orði, að þessi kosning Svein- bjarnar beri vott urn pólitískan vanþroska Reykvíkinga, að kjósa utanbæjarmann og ópólitískan fræðimann. Eg fyrir mitt leyti sakna þess, að Sveinbjörn Egilsson skuli ekki hafa viljað vera í flokki — og ég vil segja í fríðum flokki — þeira manna, sem sátu hið endurreista alþingi og lögðu hér grundvöll nýs stjórnarfars og þingræðis. :Hann hefði orðið prýðimaður á þeim prúðu bekkj- urn, sem settir voru til þjóðráða í þeim skólasal, þar sem hann flutti sjálfur ágætar ræður. Þegar þess er gætt, að skólamál og mennta urðu eitt af aðalviðfangsefnum hins nýja alþingis — eins og ávallt þar sem ríkir heilbrigt lýðræði — má ætla, að hans ráð hefðu orðið þar til hollustu. En hvort sem afsögn hans réð óbeit sjálfs hans á þingstörfum eða hitt, að hann vildi eins vel unna varamanni sínum og vini, séra Árna stiftsprófasti Helgasyni, þing- setunnar, þá kom hann aldrei á þing. Sveinbjörn Egilsson var ekki heldur fyrst og fremst stjóm- mála- og athafnamaður, þó að hann þyrfti að hafa ýmislega um- sýslu og rækti hana vel og væri góður verkmaður. Honum létu bezt listræn lærdómsstörf, rannsókn og íhugun. Hann var húman- isti. En forðast skyldu menn samt að gera sér í hugarlund að hánn væri lífsfælinn lærdómsgrúskari, fomfræðingur, utan við líf sam- tíðar sinnar. Því fór fjarri. Sveinbjöm var alinn upp á ríkisheimilum á þeirra tíma vísu og sjálfur efnamaður lengst af, en hafði líka náin kynni af starfslífi síns tíma. Hann vandist líkamlegri vinnu til lands og sjávar jafnframt námi sínu. Þessi líkamlega vinna skólafólks og kynni þess bæði af andlegu lífi og atvinnuhfi og

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.