Andvari - 01.01.1952, Blaðsíða 91
ANDVARI
Móðurvernd og föðurhandleiðsla
87
hæfar til að gegna móðurhlutverkinu, a. m. k. ekki án mikillar
aðstoðar og eftirlits, og sjálfsagt á meiri hluti þessara kvenna óskil-
getin börn, og það eru þau börn, sem vér þurfum að reyna að
koma til hjálpar.
Allmargar rannsóknir hafa verið gerðar á högum og sálarlífi
þessara kvenna. Af einni bandarískri rannsókn,1) sem náði til
100 slíkra stúlkna á aldrinum 18—40 ára, kom í ljós, að 43 þeirra
höfðu átt eigingjarna og hirðulausa móður og aðrar 20 höfðu átt
feður með áþekkum skapbrestum. 43 þeirra voru lausaleiksbörn
eða hjónaskilnaðarbörn. Engin þessara stúlkna var vændiskona,
þ- e- gekk með hverjum sem var. Þeim var öllum það sameigin-
Iegt, að þ ær ólu í brjósti sér dulda löngun að verða barnshafandi,
en um föðurinn kærðu þær sig lítt eða ekki. Oft virtist liggja
þarna til grundvallar sjálfspíslarlöngun eða þrá til að hefna sín
á loreldrunum. T. d. höfðu margar þeirra ríka löngun til að láta
móður sína annast barnið að mestu. Margar þessara stúlkna
' oru áberandi taugaveiklaðar og geðveilar, voru lélegar í starfi,
attu erfitt um að lynda við fóllc og nýttist illa að hæfileikum
sinum.
Slíkar mæður og börn þeirra valda alls staðar miklum vand-
mAum. Hér á landi, eins og á Norðurlöndum, Englandi og
víðar, er reynt á ýmsan hátt að stuðla að því, að mæður þessar
a J sjálfar upp börn sín. Þeim er veitt margs konar aðstoð og
ejðbeiningar. Oft eru þær undir stöðugu eftirliti barnaverndar-
nc nda. Þær hafa að lögum forræði óskilgetinna barna sinna og
ejn þær venjulega ekki sviptar því, fyrr en í fullt óefni er komið.
a< ieysi margra þessara mæðra er mjög mikið og kemur hringl-
nndaháttur þeirra átakanlega niður á börnunum. Það er eins og
Pmr vilji hvorki sleppa þeim né halda. Þær vilja venjulega hvorki
gefa barnið né koma því í framtíðarfóstur, en hins vegar skortir
pmr flest til þess að veita barninu sæmilegt uppeldi. Bráðabirgða-
0 L. R. Young: Personality pattern in unmarried mothers, í: Family Service
Association of Amerika, 1947.