Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1952, Blaðsíða 58

Andvari - 01.01.1952, Blaðsíða 58
54 Sveinn Bergsveinsson ANDVARI Ég hefi nú nefnt þau meginviðhorf lífs og listar, sem mest bar á milli styrjaldanna, og eru þau öll undanfari og raunar þættir í nýtízku ljóðagerð, atómkveðskapnum. Og þó vantar þar einn hlekk í kveðjuna eða réttara sagt bindiefnið, sem mótaði þessa tegund skáldskapar og knúði hana fram. Ég býst við, að ein- hverjum lesenda minna finnist ég fullhátíðlegur og fræðilegur í senn til þess eins að reyna að skýra nokkrar tilraunir ungra Islendinga í ljóðagerð. En þá vil ég biðja menn að hafa í huga, að stefnan er ef til vill annað og meira en framkvæmdin og því vel þess verð að hún sé athuguð í sem viðtækustu samhengi. Við rekum okkur þá fyrst á það, að frumkraftar ríkjandi list- stefnu eru að fjara út, þegar líður á tímabilið milli styrjaldanna. Það var því ekki alveg út í bláinn, þegar Hitler talaði unr úr- kynjaða list (entartete Kunst), og hann átti sannarlega eftir að stokka spilin, enda þótt hann félli á slemmunni. Ný stefna í list- um verður sem sé sjaldnast til af engu né heldur af fjarandi stefnum, hún er borin fram af öflum í þjóðfélaginu, sem orka sterkt á listamennina og hleypir ólgu í blóðið. Og hugsi menn sig vel um, þá gerðust slíkir atburðir, áður en síðari heimsstyrjöld skall á með öllum sínum þunga. Þar á ég fyrst og fremst við borgarastyrjöldina á Spáni. Það má kannske segja, að verið sé að gera mikið úr einstökum heimsviðburðum í sambandi við þróun liststefna, en þegar slíkir viðburðir koma róti á huga allra hugsandi manna, hvað þá um mestu listamennina, sem þegar höfðu sett merki sitt á heilar stefnur? Ég vil minna á, að jafn- áhrifaríkur rithöfundur og Elemingway fékk þar yrkisefni í nýtt stórverk. Öllu afdrifaríkari fyrir listir orðs og lita varð þó gereyð- ing Guemica í hinni heimsfrægu túlkun málarans Picassó. Guemica-mynd Picassós sýnir okkur trylltan heim í hnotskurn. í þeirri mynd samþjappast ekki aðeins í einum kjarna tilgangs- leysi Eliots, hlífðarleysi Hemingways og hinar hemjulausu hvatir Freuds, heldur sprengir Picassó kjarnann, sem vér lítum í brot- um, og birtir heiminum ný og skelfileg sannindi á áhrifaríku táknmáli: hættuna, hættuna á heimsstyrjöld, sem því miður var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.