Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1952, Page 58

Andvari - 01.01.1952, Page 58
54 Sveinn Bergsveinsson ANDVARI Ég hefi nú nefnt þau meginviðhorf lífs og listar, sem mest bar á milli styrjaldanna, og eru þau öll undanfari og raunar þættir í nýtízku ljóðagerð, atómkveðskapnum. Og þó vantar þar einn hlekk í kveðjuna eða réttara sagt bindiefnið, sem mótaði þessa tegund skáldskapar og knúði hana fram. Ég býst við, að ein- hverjum lesenda minna finnist ég fullhátíðlegur og fræðilegur í senn til þess eins að reyna að skýra nokkrar tilraunir ungra Islendinga í ljóðagerð. En þá vil ég biðja menn að hafa í huga, að stefnan er ef til vill annað og meira en framkvæmdin og því vel þess verð að hún sé athuguð í sem viðtækustu samhengi. Við rekum okkur þá fyrst á það, að frumkraftar ríkjandi list- stefnu eru að fjara út, þegar líður á tímabilið milli styrjaldanna. Það var því ekki alveg út í bláinn, þegar Hitler talaði unr úr- kynjaða list (entartete Kunst), og hann átti sannarlega eftir að stokka spilin, enda þótt hann félli á slemmunni. Ný stefna í list- um verður sem sé sjaldnast til af engu né heldur af fjarandi stefnum, hún er borin fram af öflum í þjóðfélaginu, sem orka sterkt á listamennina og hleypir ólgu í blóðið. Og hugsi menn sig vel um, þá gerðust slíkir atburðir, áður en síðari heimsstyrjöld skall á með öllum sínum þunga. Þar á ég fyrst og fremst við borgarastyrjöldina á Spáni. Það má kannske segja, að verið sé að gera mikið úr einstökum heimsviðburðum í sambandi við þróun liststefna, en þegar slíkir viðburðir koma róti á huga allra hugsandi manna, hvað þá um mestu listamennina, sem þegar höfðu sett merki sitt á heilar stefnur? Ég vil minna á, að jafn- áhrifaríkur rithöfundur og Elemingway fékk þar yrkisefni í nýtt stórverk. Öllu afdrifaríkari fyrir listir orðs og lita varð þó gereyð- ing Guemica í hinni heimsfrægu túlkun málarans Picassó. Guemica-mynd Picassós sýnir okkur trylltan heim í hnotskurn. í þeirri mynd samþjappast ekki aðeins í einum kjarna tilgangs- leysi Eliots, hlífðarleysi Hemingways og hinar hemjulausu hvatir Freuds, heldur sprengir Picassó kjarnann, sem vér lítum í brot- um, og birtir heiminum ný og skelfileg sannindi á áhrifaríku táknmáli: hættuna, hættuna á heimsstyrjöld, sem því miður var

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.