Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1952, Blaðsíða 48

Andvari - 01.01.1952, Blaðsíða 48
44 Þorkell Jóhannesson ANDVARl Skinnaverkun lagðist niður 1758 vegna eklu á hráefni. Hinsvegar hófst brennisteinshreinsun í Húsavík 1761. Gekk brennisteins- verkunin einna bezt af fyrirtækjum stofnananna. Ullarvinnslan, sem mest áherzla var á lögð, átti í vök að verjast og olli því bæði hömlur þær, er á verzluninni voru, og svo hráefnaskortur vegna fjársýkinnar. Árið 1764 voru iðnaðarstofnanirnar sameinaðar rekstri Almenna verzlunarfélagsins, sem afrækti þær mjög. Urðu af þeim sökum langvinn málaferli milli félagsins og Skúla Magnús- sonar, er lauk með sættargerð 1779. Urðu stofnanirnar þá konungs- eign, en eigi kvað mikið að rekstri þeirra síðan og loks voru sein- ustu reitur þeirra seldar, ásamt öðrum eignum konungsverzlunar- innar síðari, er einokuninni var aflétt 1787. Fjárhagslega höfðu þær lítinn árangur borið. En hinsvegar höfðu þær eflaust átt þátt í því að kynna þjóðinni ný og betri verkfæri og kennt henni að nota þau. Þannig höfðu þær að vísu náð tilgangi sínum í einu mikilvægu atriði. En þó að innréttingarnar yrði ekki sú lyftistöng fyrir atvinnu- vegi þjóðarinnar í öllum greinum, sem Skúli Magnússon vildi og margir gerðu sér efalaust miklar vonir um í upphafi, má ekki gleyma því, að stofnun þeirra markar tímamót í afstöðu ríkis- stjómarinnar til íslandsmála. f upphafi þessa rnáls var á það bent, hversu hlífðarlaus og áköf barátta konungsvaldsins til fjárafla og yfirdrottnunar hefði leikið þjóðina. Rangsnúin fjármálastefna og kærulaus valdstjóm leiða til öngþveitis um hagi landsmanna um aldamótin 1700. Úr þ ví tekur ríkisstjórnin að vísu nokkuð að ranka við sér, en með stofnun innréttinganna er lagt inn á nýjar brautir. Stjórnmála- og atvinnusaga íslands frarn til þess að slakað er á einokuninni ber hinni nýju stjómarstefnu vitni, þótt ýmis- konar óhöpp og áföll yrði því valdandi, að minna vannst á en til var stefnt. Mestu olli, að hér var byrjað á öfugum enda. Hér sönnuðust ummæli Skúla Magnússonar frá 1770, er hann minnt- ist afstöðu sinnar til stofnunar innréttinganna á Alþingi 1751: Að hafa slíkar framkvæmdir með höndum, undirorpnar taxta og einokun, væri að vinna gegn allri skynsemi. Verzlunareinokunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.