Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1952, Page 48

Andvari - 01.01.1952, Page 48
44 Þorkell Jóhannesson ANDVARl Skinnaverkun lagðist niður 1758 vegna eklu á hráefni. Hinsvegar hófst brennisteinshreinsun í Húsavík 1761. Gekk brennisteins- verkunin einna bezt af fyrirtækjum stofnananna. Ullarvinnslan, sem mest áherzla var á lögð, átti í vök að verjast og olli því bæði hömlur þær, er á verzluninni voru, og svo hráefnaskortur vegna fjársýkinnar. Árið 1764 voru iðnaðarstofnanirnar sameinaðar rekstri Almenna verzlunarfélagsins, sem afrækti þær mjög. Urðu af þeim sökum langvinn málaferli milli félagsins og Skúla Magnús- sonar, er lauk með sættargerð 1779. Urðu stofnanirnar þá konungs- eign, en eigi kvað mikið að rekstri þeirra síðan og loks voru sein- ustu reitur þeirra seldar, ásamt öðrum eignum konungsverzlunar- innar síðari, er einokuninni var aflétt 1787. Fjárhagslega höfðu þær lítinn árangur borið. En hinsvegar höfðu þær eflaust átt þátt í því að kynna þjóðinni ný og betri verkfæri og kennt henni að nota þau. Þannig höfðu þær að vísu náð tilgangi sínum í einu mikilvægu atriði. En þó að innréttingarnar yrði ekki sú lyftistöng fyrir atvinnu- vegi þjóðarinnar í öllum greinum, sem Skúli Magnússon vildi og margir gerðu sér efalaust miklar vonir um í upphafi, má ekki gleyma því, að stofnun þeirra markar tímamót í afstöðu ríkis- stjómarinnar til íslandsmála. f upphafi þessa rnáls var á það bent, hversu hlífðarlaus og áköf barátta konungsvaldsins til fjárafla og yfirdrottnunar hefði leikið þjóðina. Rangsnúin fjármálastefna og kærulaus valdstjóm leiða til öngþveitis um hagi landsmanna um aldamótin 1700. Úr þ ví tekur ríkisstjórnin að vísu nokkuð að ranka við sér, en með stofnun innréttinganna er lagt inn á nýjar brautir. Stjórnmála- og atvinnusaga íslands frarn til þess að slakað er á einokuninni ber hinni nýju stjómarstefnu vitni, þótt ýmis- konar óhöpp og áföll yrði því valdandi, að minna vannst á en til var stefnt. Mestu olli, að hér var byrjað á öfugum enda. Hér sönnuðust ummæli Skúla Magnússonar frá 1770, er hann minnt- ist afstöðu sinnar til stofnunar innréttinganna á Alþingi 1751: Að hafa slíkar framkvæmdir með höndum, undirorpnar taxta og einokun, væri að vinna gegn allri skynsemi. Verzlunareinokunin

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.