Andvari - 01.01.1922, Side 60
56
Um ísaldarmenjar.
[Andvari.
hæð og núverandi hæð, má fá af framburði Glerár
á þessum tímabilum, og lítur svo út sem núverandi
tímabil sje lengst, en sjávarmál í 18 —24m bæð haíi
verið skemst, þó að sjávarmálið í 42—47m hæð bafi
sennilega einnig verið talsvert skemra en núverandi
tímabil, er Gleráreyrar og Oddeyrin hefir myndast af
framburði Glerár. Framburður Eyjafjarðarár á þessu
sama tímabili hefir einnig verið mjög mikill, þar eð
hann hefir myndað mest alt láglendi Eyjafjarðar alt
út að Akureyri, og árlega færist Leiran lengra út.
Sje allur þessi framburður Eyjafjarðarár á' þessu
síðasta tímabili, sem vjer lifum á, borinn saman við
jökulölduna hjá Akureyri, þá verður jökulaldan
næstum ótrúlega lítil, þar sem ætla mætti, að í bana
hefði safnast alt það af lauslegu grjóti og leir, sem
myndast hafði á því tímabili, er Gleráin hlóð upp
norðurhluta Akureyrarbrekkunnar. Af þessum saman-
burði gæti maður haldið, að sjávarmálið í 42—47m
hæð hefði varað enn þá skemur, en líklega er lílið
á þessum samanburði að byggja, því að jökulaldan
getur hafa orðið minni vegna þess, að hægfara jökull
hafi mest alt eða alt þetta tímabil verið í Eyjafirð-
inum, og mætti þá ályktun af því draga, að þenna
tíma hafi loftslagið yfirleitt verið fremur kalt.
Eftir þeim athugunum og rannsóknum, sem jeg
hefi gert, tel jeg þessar skoðanir á myndunarsögu
landlagsins kringum Akureyri líklegastar. En jeg hefi
svo oft, meðan jeg gerði þessar athuganir, orðið að
lagfæra og breyta fyrri skoðunum mínum, er jeg
gerði nákvæmari athuganir eða tók nýja staði til
athugunar, að mjer kemur það eigi á óvart, þótt jeg
verði ennþá að breyta skoðunum mínum í þessum
efnum að einhverju leyti, þegar nákvæmari rannsókn