Andvari - 01.01.1887, Side 8
2
upp hjá henni, en vorið 1825 tók faðir hennar
hana heim til sín fyrir heilsuleysis sakir og lót
hana hætta búnaði, en sendi Sigurð austr að Sauða-
nesi á Langanesi síra Stefáni Einarssyni, sem hafði
verið vinr Gunnars föður lians, og bað síra Stefán
að taka hann fyrir léttadreng. Jjegar hér var
komið sögunni, var Sigurðr á 13. ári, og hefir
hann sagt svo sjálfr frá, að hann hafi verið heldr
ódæll og ærslamikill á barnsaldri, en seinna ein-
rænn og pverlyndr og hneigzt snemma til einveru.
Móðir hans kendi honum kristindóminn og að lesa,
og pótti hann á peim árum tornæmr og tómlátr
við námið,» en jafnan vildi hann telgja spýtur, og
sást snemma, að hann mundi vera hagr að náttúru.
Minnisstætt var honum pað, að pegar hann skildi
við móður sína, pá blessaði hún hann eptir göml-
um og fögrum foreldrasið áðr en hann kvaddi
hana: lét hann krjúpa niðr hjá rúmi sínu, par sem
hún lá veik, lagði hönd á höfuð honum og bað
fyrir honum með mörgum guðrækilegum orðum.
Eptir pað sá hann hana aldrei, en frétti um sum-
arið lát hennar, og grét hann pá mikið og leitaði
einveru. p>á var enginn nálægr, sem huggaði ein-
stæðinginn.
Á Sauðanesi var Sigurðr í rúm 5 ár, og var
síra Stefán ætíð vel til hans; en lítið var hann lát-
inn læra par, enda var hann notaðr til alskonar
stritvinnu pegar er liann íékk krapta til, en hann
var bráðproska unglingr og snemma ósérhlífinn og
fylginn sér við verk. Á peim árum fór hann
sjálfkrafa að leggja stund á að lesa skrift og tókst