Andvari - 01.01.1887, Page 10
4
menn að burðum; fór hann þá að hugsa alvarlega
um að komast burtu frá Sauðanesi. Síra Stefán
talaði pá um það við hann, að hann vildi láta
hann sigla og læra trésmíði, pví að hann væri efni
í mikinn smið. En Einar sonr síra Stefáns, er
seinna varð klaustrhaldari á Reynistað, taldi hann
á að hætta við utanförina og fara heldr austr á
land til að læra þar silfr- og gullsmíði, og pað varð
úr, að Sigurðr réðst til ferðar með Einari iiaustið
1830, því að Einar átti pá ferð austr til Reyð-
arfjarðar. Lítil voru fararefni Sigurðar, en síra
Stefán gaf honum vænan hest á góðum aldri til
að ríða. Segir ekki af ferð peirra Einars fyr en
peir voru á leiðinni inn Eyvindardal frá Héraði
til Reyðarfjarðar. p>á kom fram við Sigurð pað
atvik, er breytti að öllu leyti æfistefnu lians. Inn-
an til í dalnum kom maðr ríðandi á móti peim og
kastaði nokkrum orðum til Einars, sem hann pekti,
en peysti síðan fram hjá peim, og sá Sigurðr eigi
að hann liti til sín. En lítilli stundu seinna iieyrðu
peir, að hann kallaði: „Standið pið við“. Leit
Sigurðr pá aj)tr og sá, að hann reið beint að hon-
um, og sagði: „Ég gáði pess |»egar ég reið hjá
pér, að pú ert sannarlega af minni ætt; hvað heit-
ir pú?“ Sigurðr sagði honum pað; hljóp hann pá
af baki og faðmaði hann og sagði að hann væri
bróðursonr sinn, kallað svo til Einars og sagði hon-
um að lialda áfram. þessi maðr var jporsteinn
Gunnarsson, föðurbróðir Sigurðar, er bjó nú á
Hreimsstöðum í Iljaltastaðarpinghá við góð efni.
Hann spurði Sigurð um ferðir sínar, og pegar hann