Andvari - 01.01.1887, Side 16
10
inn fyrir það i talsverðar skuldir, en liafði allgott
l)ú, og jókst það fljótt eptir að hann kom að Iíall-
ormsstað, því að bæði bættust þaf við margir staðar-
gripir, og svo keypti hann allmargt fö í skuld.
En miklu varð liann þegar að kosta til húsabygg-
inga, því að mörg staðarhús voru komin að falli,
og kirkjan lirörlegr torfkofi. 'þó tókst honum vel
að komast fram úr þessu; hann bygði öll hús á
staðnum, og reisti þar vandaðan og reisulegan bæ,
og snotra timbrkirkju; hann kom þar upp miklu
búi, og stýrði því með frábærri rausn og höfðing-
skap, og hafði þó allajafna afarmikinn kostnað, því-
að lieimili hans var mannmargt mjög, og hélt hann
stöðngt mörg tökubörn, auk þess sem hann kendi
þar mörgum piltum undir skóla, sem hann tók opt
og einatt lítið meðlag með1, því að liann unni af
alhuga allri sannri mentun, og vildi efla hana og
styðja, en þá liafði lærisveinum lærðaskólans farið
sífækkandi um hríð. það jók lionum líka mikinn
kostnað og þreytandi ónæði, að liann fékst talsvert
við lækningar, en það atvikaðist svo í fyrstu, að
þá er Gísli læknir Hjálmarsson sigldi til Danmerk-
ur (1842), skildi hann eftir mikið af meðulum í
Yallanesi undir umsjón Sigurðar, sem útbýt-ti þeim
siðan eptir fyrirmælum Guttorms prófasts Pálsson-
ar, sem var maðr lækningafróðr og liafði stundað
lækningar með mikilli heppni á fyrri árum sínum.
Af þessu vöndust menn á að leita lækninga til
1) Einn peirra kostaði hann sjálfr í skóla. pað var Sigurðr
Gunnarsson, bróðursonr hans, scm nú er prestr á Valþjófsstað.
Við frásögn hans á margt í æfiágripi jtessu að styðjast.