Andvari - 01.01.1887, Page 19
13
ingar í landsmálum. Ilann var alþýðuvinr mikill,
ug liugsaði og talaði jafnan sem lýðliollr og frjáls-
lyndr maðr í bændaröð; en frásneiddr var hann
því að beita æsingum og undirróðri eða skjalli og
fagrmælum til að koma sér vel við alþýðu. Mjög
lét hann sér ant um að vekja hjá almenningi
þjóðernistilfinningu og áhuga á landsins gagni og
nauðsynjum, og varð honum mikið ágengt í því, en
fyrir hans daga hafði slíku verið lítill gaumr gef-
inn á Austrlandi, enda stóð hann stundum nálega
«inn uppi með þessa viðleitni sína. Iíann lagði
og mikla stund á norræna fornfræði og alskonar
sagnafróðleik, og gerði sér mikið far um að fræða
aðra í þeirri grein1. Margt ritaði hann í blöðin,
og var ritmál hans einkennilega lireint og snjalt,
og ritgjörðir lians skemtilegar og fræðandi. Ilann
var manna fróðastr um landfræði íslands, enda hafði
hann ferðazt mikið um óbygðir og öræfi, tvisvar
farið Vatnajökulsveg, sem áðr er sagt, og Sprengi-
sandsveg optar en einusinni. Eru prentaðar í
„pjóðólfi“ og „Norðanfara“ ýmsar fróðlegar ritgjörð-
ir eptir hann um Yatnajökulsveg og miðlands-
öræfin2.
Hann var sannr Jslendingr, einkennilega elskr að
öllu þjóðlegu, unni fornri hreysti, manndáð og
drengskap, en hataði allan kveifarhátt, hégómadýrð
1) 18G0 gaf hann út Iðunni („sögurit um ymsa menn og við-
burði, lýsing landa og pjóða og náttúrunnar11).
2) Sbr. Andv. XI. 28. bls. neðanmáls. 1 „Safn til sögu ís-
Iands“ hefir sira Sigurðr ritað um „örnefni frá Jökulsá í Axarfirði
austan að Skeiðará“ (II. b. 429-497 bls).