Andvari - 01.01.1887, Side 20
14
og apaskap, enda virtist svo, sem liann liefði tölvi-
verð áhrif í pá stefnu, að gjöra blæinn á lífinu á
Austurlandi pjóðlegri. Iíann hafði lifandi áhuga
á frelsi og sjálfstæði ættjarðarinnar; var liann pví
jafnan einlægr og öruggr liðsmaðr í stjórnarbaráttu
landa sinna; og pótt hann ásamt öðrum landsbúum
fagnaði stjórnarskránni 5. jan. 1874, þá var hon-
um vel ljóst, að hún fullnægði eigi þörfum og
kröfum pjóðarinnar h' en hann vildi ávalt gæta
hófs og stillingar, og halda svo jafnt og stöðugt í
frelsisáttina.
p>annig var pað harla margt og mikilsvert, sem
pessi starfsami maðr fékkst við um hina löngu og.
fögru æfi sína, og er pað mesta furða, hversu miklu
hann fékk afkastað. Hann var undir eins bóndi,
prestr, kennari og læknir, og leysti alt petta vel
af hendi, en auk pess ritaði hann margt fróðlegt,
og parflegt og gekst fyrir flestu pví, er gjört var
almenningi til framfara og lagt til alsherjarmála í
höraði hans. Hann var manna ósérhlífnastr1 2, og
vildi alstaðar koma fram til góðs, og með pví að
hann var gæddr miklu líkams- og sálarpreki,
1) í bréfi til Páls Melsteðs (dags. 2. apr. 1875) segir hann:
„Ég vildi alR enga konungkjörna hafa á pingi“; og í öðru bréfi
til sama manns (dags. 29. des. 1877): „Allir embættismanna-
skólar vil ég séu þar (nl. í Reykjavík), landsyfirréttr og hæsti-
réttr, og umfram alt landshöfðingi, engum liáðr nema konungi og
pjóðarpingi. Og Jietta vona ég komi fram á endanum og jafnvel
meira: að hér verði landstjórnarforseti engum konungi háðr. petta
eru mínar ,,pólítisku“ kreddur“.
2) Opt hafði hann svo mikið aðkall og ónæði á daginn, að
hann varð að vaka langt fram á nætr við ritstörf sin. Bréf til
kunningja sinna ritaði hann einatt meðan aðrir sváfu.