Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 28
22
voru máli, bœnk á dönsku1 2 3), og þaðan hafa sumir ætl-
að að nafnið banki ætti kyn sitt að rekja. |>á er ein-
Ixver víxlari gat ekki staðið í skilum eðr efnt skuldbind-
ingar sínar, þá var bekkr hans eðr borð brotið sundr,
og þar eð »brotinn bekkr« er á ítölsku banco rottö1,
þá er þaðan dregið að tala um bankarot, á dönsku
bankerot, á ensku bankrupt, bankruptcy. Bankarot er
sama sem gjaldþrot.
Macleod ættfœrir nafnið »banki« á annan hátt, og er
það án efa réttara. Hann rekr það til þvingunarláns
Feneyja-þjóðveldis 1171 (sjá 7. gr. hér á eftir). Slík lán
hafa ýmis nöfn á ítölsku, svo sem Compera, Mutuo; en
tíðast er Monte, sem einkum kvað haft um hluta-sjóði, akt-
síu-sjóði. Handveðs-lánshús (þar sem lánað er gegn hand-
fengnu veði) nefnast enn Monte á ítölsku;!. Elzta Een-
eyja-lánið var kallað Monte Vecchio; tvö síðari lán:
Monte Nuovo og Monte Nuovissimo. TJm þetta leyti
réðu ]?jóðverjar mestu í miklum hlut Italíu. En með
því Monte þýðir eiginlega »fjall«, »fell«, »hæð«, sem á
þýzku heitir meðal annars Buuk, þá nefndu þeir lánin
Bank. Lánskrifstofa þjóðveldisins tók við lánunum og
gaf skírteini fyrir, því að vexti skyldi af þeim gjalda.
Eins og síðar segir, varð lánskrifstofa þessi smátt og
smátt að almennri fjárgeymslu-stofnun, vörzlu-banka
(deposito-banka, ^rfro-banka) ; þaðan nafnið banki, sem
var heimfœrt til skrifstofunnar sjálfrar í stað lánanna,
og síðar, er hún breyttist í banka, til allra banka-stofn-
ana.
1 Elórenz vóru einkum rekin umfangsmikil banka-
1) Og þetta er aftr upphaflega sama orð sem bakki (t. d. ár-
bakki), bakke á dönsku; einnig banke, sem eiginl. táknar hæð.
2) rotto er með tillíkingu (pt—tt) komið af latn. orðinu rup-
tus, sem líkl. er aftr samstofna við rjúfa, rofinn.
3) Handveðs-lánsstofnanir uefnast á frönsku mont de piété
(mons pietatis á miðaldalatnesku).