Andvari - 01.01.1887, Page 30
24
skyldi borga eftir sannverði, en eklá eftir nafnverði
þeirra peninga, sem inn höfðu verið lagðir í banJcann.
Við innlögur og greiðslur úr bankanunr var því ein-
göngu farið eftir málmgildi peninganna, og var með pví
móti komið góðu lagi á allan peninga-reikning. Varð
pað almenn regla, að áskilja greiðslu allra víxla í banka-
-mynt.
Banki pessi gaf sig að eins við fjárgeymslu-störfum
(cíeposíto-störfum); liafði hann alla tíð alment traust og
álit á sér, par til er pjóðveldið leið undir lok 1797 og
hann misti pýðingu sína. 1808 var liann loksins niðr
lagðr.
8. — |>ess var getið hér að framan, að pað mundi
naumast rétt hermt um Feneyja-bankann, að liann hafi.
verið inn fyrsti banki. Hinsvegar er ekki ósennilegt, að
bankinn í Barcelona hafi verið inn fyrsti banki, sem
til hefir verið. Hann var stofnaðr árið 140 L1. Hann
hafði og pað fram yfir Feneyja-bankann, að auk pess
sem hann fékst við fjárgeymslu-störf, keypti hann einn-
ig og seldi víxla og ávísanir (disconto-störf).
9. — Girgis banlá ins helga (St. Georgs bankinn) í
Genua er talinn stofnaðr liafa verið 1407, og vóru til
pess ápekk tildrög sem í Feneyjum. Sumir telja að hann
hafi banka fyrstr gefið út seðla ; en naumast mun pað
rétt. Eftir að miðbik 18. aldar leið, tók honum að
hnigna, og var pað einkum fyrir pá sök, að hann hafði
lánað stjórninni of mikið fé. Hann var af numinn
1808.
10. —1609 var bankinn í Amsterdam stofnaðr; varð
hann nafnkunnari en nokkur annar af fyrri alda bönk-
um. |>að var eins um hann, að hann var upphafiega
1) Bankarar (bankiers) eru miklu eldri en bankar. Macleod
telr bankara-starfið komið upp hjá Kómverjum; rómverskir bank-
arar nefndust argentarii. Tpa7Cs£ívir)£ hjá Grikkjum mun aftr
hafa verið enn annað, eiginlega víxlari.