Andvari - 01.01.1887, Side 31
25
stofiiaðr til að bœta úr óreiðu þeirri sem var á peninga-
-viðskiftunum. Yið slit og klippingar var gangeyrir í
málmi rýrnaðr svo, að nam 9 af hundraði'. J>egar ný-
ir peningar komu úr sláttunni, pá vóru þeir annaðhvort
fluttir úr landi eða bræddir upp, því að málmvirði
þeirra varð meira þannig gagnvart gömlum og slitnum
peningum. Amsterdams-bankinn átti nú að bœta úr
þessum vandræðum, að sínu leyti eins og Fenejrja-bank-
inn. J>að var nú lögboðið, að alla víxa upp á Amster-
dam, þá er næmu 600 (síðar 300) gyllinum að ininsta
kosti, skyldi greiða í bankamynt; en upp frá því varð
það óhjákvæmileg nauðsyn fyrir öll in stœrri verzlunar-
hús í Amsterdam, að hafa geymslufjár-reikning 1 bank-
anum. Amsterdams-bankinn veitti móttöku gull-pening-
um og silfr-peningum gegn banka-mynt'-, og var borguð
uppbót eða premía (agio) á gull-peningum og silfr-pen-
ingum gegn banka-mynt, 5 af hundraði; var banka-
myntin þannig gildis-meiri en mótuðu eða slegnu pen-
ingarnir. Sá sem lagði peninga í bankann, fékk aftr
skírteini í staðinn, og gengu þau skírteini manna á milli
sem gangeyrir, og urðu þau þannig eins konar banka-
-seðlar. En þessir seðlar gerðu að eius gangeyrinn við-
fangsléttari í meðförum; þeir jóku ekki gaugeyrismegin-
ið, því að bankinu mátti eigi hreyfa varðveizlu-fé sitt.
Alt um það segir þó John Law (frb. lo) þegar 1705, að
þótt bankinn sé skyldr til að láta vörzlu-fé sitt ósnert,
þá leiki þó grunr á, að stórfé af því hafi fleirum sinn-
1) Ymsir kaupmenn (einkum gyðingar) kliptu ofrlítið úr
hverjum peningi, sem gékk gegn um þeirra hendr; bræddu
svo upp afklippurnar og grœddu á. Hér á landi mátti til
skamms tíma oft sjá gamla peninga með svo kölluðu „júða-
hitiu í röndinni. Gullsmiðir hafa og oft verið meingaðir með,
að þeir gerðu slíkt ið sama.
2) Banka eða banco mynt var að eins hugsuð mynt, jafn-
gildi svo eða svo mikils í hreinum máli. Eftir henni var reikn-
að, en hún var aldrei mótuð eða slegin.