Andvari - 01.01.1887, Page 33
27
bankar nefndir ^iro-bankar ; en vér nefnum pá vörzlu-
-banka.
12. —J>að er nú auðséð á þessu, að það var ekki lítil
framför á sinni tíð, er slíkir bankar komust á. En þó
mátti enn fullkomna bankana með ýmsum endrbótum,
og lágu pær eigi allfjarri. J>annig hlaut mönnum íljótt
að verða auðsætt, hve fjarri sanni pað var, að láta alt
gej^mslu-féð liggja arðlaust eða ónotað í kjöllurum bank-
anna. J>að gat ekki hjá pví farið að reynslan sýndi
mönnum fram á, að innborganir og úthorganir stóðust
sem næst á. Var pá auðsætt, að eigi var nauðsynlegt
að hafa nema tiltölulega smáa upphæð stöðuglega í sjóði,
til pess að geta fullnœgt öllum pörfum, pá er pað kœmi
fyrir, að útborganir fœru fram yfir innborganir.
|>á hafði Barcellona-bankinn og sýnt, að engin háski
purfti að stafa af víxilkaupum.
J>á lilutu og banka-ávísanirnar eðr geymslufjár-skír-
teinin eðlilega að benda í áttina til seðla-banka.
Alleiðingin er pá og orðin sú, að af öllum inum fornu
fjárgeymslu-bönkum hélzt einn að eins við fram á vora
daga, sem að eins fékst við pau störf; pað var Ham-
borgar-bankinn. Hann hélzt við sem fjárgeymslu-banki
einvörðungu og fékst eigi við önnur störf, alt pangað
til alveldis-boð Bismarks innlimaði liann í ríkisbankann
pýzka og gerði hann að selstöðu-deild af honum.
í stað allra pessara gömlu banka eru komnir bankar,
sem einnig kaupa víxla og gefa út seðla og gjöra féð
pannig miklu frjósamara.
13. —|>á er nú að líta á pessa fullkomnari banka, og
er pá eiusætt að líta fyrst til Englands, er jafnan gengr
í fylkingarbroddi heimsins í öllu pví er að verzlun og
iðnaði lýtr.
Alt fram að árinu 1640 höfðu Lundúna-kaupmenn
fengið að geyma peninga sína í peninga-smiðjunni í