Andvari - 01.01.1887, Page 40
34
þiggja banka innlausnar-skyldu á seðlum sínum liggr í
pví, að petta getr orðið peim freisting til að gefa of
mikið út af peim. — Til pess að freisting pessi geti
orðið hættuleg, parf stjórn bankans að vera sjálfráð um
pað, live mikið hún gefi. út af seðlum. |>ar sem hún
liefir engin ráð yfir pví, eins og t. d. liér á landi par
sem mergð seðlanna (sem eru óinnleysanlegir) er lög-
ákveðin, par getr stjórn bankans ekki látið eftir slíkri
freistingu (þó að hún vildi) án pess að baka sér punga
glœpahegningu. En pó að liún væri sjálfráð uin að
auka seðilmergðina að vild sinni, pá yrði bankastjórnin
að vera eigandi eða meðeigandi bankans, eða á einhvern
hátt að hafa sjálf liag af því, að seðilmergðin væri
sem mest, til pess að henni gæti verið nokkur freist-
ing í að auka hana; annars er óhugsandi að henni
væri nokkur freisting á að auka of mjög seðilmergðiua,
nema hún væri eins fávís og menn vóru alment um
síðastliðin aldamót, er menn vissu pað eigi, að pað var
eingöngu komið undir mergð inna óinnleysanlegu seðla,
hvort peir héldu fullgildi eða féllu í verði. |>ví að svo
skamt vóru menn pá á veg komnir, að rnenn vissu petta
ekki. ]>á vóru margir, sem lrugsuðu, að auð mætti
skapa úr pappírsseðlum; en nú vita menn, að úr pappír
má að eins skapa verðmiðil. En livort sem verðmiðill-
inn er pappírsseðill eða annað, pá fer gildi hans eftir
pví, hvað fyrir hann fæst. Sé of mikið af honum,
fellr hann í verði. Eari hann ekki fram úr pví, að
fullnœgja peirri pörf, sem honum er ætlað að fullnœgja,
heldr hann ákvæðisverði. Nú er pað ætlunarverk seðla
í hvaða landi sem er, að fullnœgja viðskiftapörfinni
innanlands. Grullið aftr á auk pess að fullnœgja við-
skíftapörf pjóða á meðal. Meðan nœgilegt gull er til
handbært í einhverju landi til að fullnœgja viðskifta-
pörfinni við önnur lönd, á meðan er ekki of mikið af
seðlum, og á meðan falla peir ekki 1 verði. Gullið flýr
undan seðlunum. ]>að segir pví til, ef of lltið verðr