Andvari - 01.01.1887, Síða 42
36
innlausnarskyldu, svo að við það heíir komizt óreiða á
allan gangeyri.
16.— J>að fór nú ekki eins illa að vísu 1 Englandi
eins og víða annarstaðar, og var það því einu að þakka,
að bankastjórnin í Englandi fór ekki alveg eins ófor-
sjálega að. Fyrst framan af, eftir að innlausnarskyld-
unni var létt af bankanum, gékk enda alt vel, af því
að bankinn jók ekki seðilmergð sína. Seðlarnir béldu
því ákvæðisverði manna á meðal. Landstjórnin tók
seðlana fullu verði i öll opinber gjöld, kaupmenn tóku
seðlana með fullu ákvæðisverði, og bankinn fór mjög
varlega í að gefa út seðla. En bankastjórnin varð brátt
óforsjálli, og kom það mest af því, að menn höfðu þá
alment enga hugmynd um það, að mergð seðlanna hefði
áhrif á verð þeirra. 1797, þegar innlausnarskyldunni
var létt af bankanum, var seðilmergðin öll 8.^ miljón ster-
lings-punda; 20 árum síðar var hún orðin yfir 30 milj-
ónir! Afleiðingarnar mátti vita: seðlarnir féllu íverði'.
1810 var gull komið upp í £ 4. 10 s. Með öðrum
orðum; ein únza af gulli, sem að lögverði er £ 3. 17 s.
lO.i d., kostaði £ 4. 10 s. í seðlum. í ágústmán. 1813
komst gullið í £ 5. 10 s. Eða með enn öðrum orðum:
1813 var einpunds-seðill ekki orðinn meira virði en
14;t- s. eða 14 s. 2 d. 1 gulli, í stað þess að jafngilda
20 shillings. |>etta mikla fall seðlanna stafaði af þvi,
eins og ég um gat, að bankinn gaf of mikið út af þeim,
svo að mergð þeirra varð meiri en innanlands-viðskiftin
þurftu á að halda. Studdi það mjög að þessu, að fjöldi
sveitabanka ruddi út frá sér sannnefndu syndaflóði af
seðlum3. Árin 1814—15—16 fór fjöldi af þessum
sveitabönkum á höfuðið; géngu þá seðlar þeirra úr gildi,
og telja menn, að seðilmergð landsins haíi við það rýrn-
1) Sbr. „þ>jóðólf“ XXXVII, 48; bls. 190., 3. dlk., og banka-
bcekr Maoleods, bæði ina stœrri og ina minni.
2) Macleod; Elements of Banking, Chap. VIII, 2.-3.