Andvari - 01.01.1887, Page 43
37
að um lielming'. Afleiðinguna mátti vita: seðlarnir
stigu í verði, svo að í október 1816 var seðil-verðið á
gulli fallið niðr í £ 3. 18 s. 6 d. (sannverð gull-únzunnar
er £ 3. 17 s. 10.J d.). Vóru seðlarnir þannig aftr
komnir mjög nær fullgildi. í nóvember lýsti banka-
stjórnin yfir því, að hún mundi leysa inn alla seðla, er
eldri væru en 1812; og í apríl árið eftir (1817) lézt
bankinn mundu inn leysa alla seðla sína, er eldri væru
en 1. jan. 1816.
En um þetta leyti (apríl 1817) fór að brydda á gull-
þurð á ný. Fór þetta svo vaxandi, að í janúar 1819
var gull aftr komið upp í £ 4. 3 s.; lá við að bankinn
ætlaði að gjörtœmast af gulli, svo að 1819 komu lög
út í apríl, er bönnuðu bankanuin að borga nokkra vit-
und út í gulli.
17. — 1810 bafði nefnd verið sett til að raunsaka or-
sakir seðla-fallsins. Um þær mundir greindi menn
mjög á um það mál. Ýmsir héldu því fram, að seðl-
arnir væru í raun réttri ekki fallnir í verði, heldr væri
gullið stigið. Inn nafnfrægi auðspekingr Ricardo lirakti
þessa bábylju með ijósum rökum og skýrum. En það
kom fyrir ekki. Almenningr á Englandi trúði hinu,
að gullið væri stigið, en seðlarnir ekki fallnir. í gull-
nefndinni („Bidlion Comnittee“) var Horner framsögu-
maðr; en hann, Huskisson og Henry Thornton sönidu
nefndar-álitið; var þar skorinort í ljósi látið, að inn
mikli verðmunr á lögverði gulls og verði þess í seðlurn
sýndi, hve mjög seðlarnir væru í verði fallnir; þetta
kœmi af of mikilli mergð seðlanna; það yrði því að
mínka hana, og væri bezt að gjöra seðlana innleysan-
lega. Álit nefndarinnar kom fyrir á þingi, og réðst
Vansittart þar á nefndarálitið með svo mikilli ákefð,
að við œði lá. Yar málinu fylgt meira af frekju en
viti á þinginu, og féllu þar allar tillögur nefndarinnar.
1) Ibidem.