Andvari - 01.01.1887, Page 46
40
kvaðst fylgja; en hér varð ekki í taumana tekið að
sinni, pví að leyfisskrá bankans var ekki út runnin fyrri
en 1844.
20. — En á pessum árum vóru komnir upp nýir rit-
höfundar um gangeyri. Helztir peirra vóru Overstone
lávarðr, Torrens ofursti, McCulloch, Mr. Norman og
fleiri, og snéru peir Sir Rob. Peel á sitt mál.
Helztu setningar peirra vóru pessar:
1. Bankaseðlar (p. e. loforð banka eða bankara um, að
greiða peninga-upphæð hvenær sem krafizt verðr) eru
inn eini rétti gangeyrir (currency) í peninga stað ;
engin önnur verðbréf eru gangeyrir.
2. Sé bönkum leyft að gefa út seðla, pá ættu seðlarnir
að nema að eins pví að upphæð, sem peningar peir
sem á gangi hefðu verið, hefðu numið, ef engir seðl-
ar liefðu verið.
3. Sérhver upphæð, sem út er gefin í seðlum um frain
peninga-upphæð pá sem seðlarnir koma í staðinn
fyrir, rýrir gangeyrinn í verði — verðr sams konar
drýging á gangeyrinum eins og pegar Bárðr gamli
á Búrfelli jós vatni í mjöðinn til að »pynna mjaðar-
-skömmina.«
21. — |>að var til að framfylgja pessum kenningum,
að Sir Robt. Peel kom fram með ið markverða banka-
-frumvarp sitt, sem varð að lögum 1844. Bankalög
Peels peessi eru enn í dag bankalög Englands. Grund-
vallar-atriði peirra eru pessi:
Englands-banka er skift í tvær deildir: seðla-deildina
og banka-deildina. Seðla-deildin á einvörðungu að gefa
út seðla og leysa pá inn. Banka-deildin hefir á hendi
almenn bankastörf.
Seðlarnir skyldu vera innleysanlegir. En hvernig var
pað trygt ? Hvernig fylgja bankalög Peels kenningu
peirri sem pau ætluðu að framkvæma ? Eyrst var gengið
að pví sjálfsögðu, að innanlands-viðskiftapörfin byndi 14
xniljónir sterlings-punda í gangeyri. J>að pótti pví ekki