Andvari - 01.01.1887, Síða 47
41
þurfa að leggja fyrir peninga til innlausnar þessari
upphæð seðla, lieldr seldi banka-deildin seðla-deildinni í
hendr arðberandi verðhréf fyrir þessari uppliæð (11 milj.
vóru óuppsegjanleg ríkis-skuldahréf, fyrir pví sem bank-
inn hafði fyrr meir smátt og sinátt lánað stjórninni; 3
milj. vóru í öðrum skuldabréfum). Auk pess skyldi
hanka-deiidin fá seðla-deildinni í hendr svo mikið af
gulli, sem hún (bankadeildin) mætti án vera frá störf-
um sínum. Mátti seðla-deildin gefa út jafnvirði
pessa gulls í seðlum. Hún var skyld að afhenda banlia-
-deildinni jafnvirði pess í seðlum, sem banka-deild-
in afhenti henni í áðrsögðum verðbréfum (14 milj.) og
gulli.
Engum banka öðrum né einstökum bankara var leyft
að byrja seðla-útgáfu eftir 6. maí 1844. |>eir bankar
eða bankarar, sem pá áttu seðla úti á gangi, máttu
ekki auka mergð peirra né heldr selja öðrum í hendr
seðlaútgáfurétt pann er peir höfðu pá, ef peir skyldu sjálfir
hætta störfum. Hvenær sem einhver slíkr eldri banki lagð-
ist niðr, mátti leyfa Englands-banka að gefa út '2/s peirr-
ar seðilmergðar, er pannig gékk úr gildi sem gangeyrir,
gegn pví að tryggja útgáfu peirra með verðbréfum.
Síðan 1844 hafa ýmsir bankar hætt seðla-útgáfu, svo
að við pað hefir aukizt um eina miljón upphæð sú, er
England-banki má út gefa gegn verðbréfatryggingu.
Með pessu póttust höfundar bankalaganna hafa trygt
pað, að upphæð seðla peirra er á gangi væru manna
meðal, fœri aldrei fram úr peirri upphæð, sem á gangi
liefði verið 1 peningum, ef engir seðlar hefðu verið.
22.—»Að segja að seðla-upphæðin skuli að eins nema
jafnmiklu sem málm-peninga-upphæð sú er ella hefði á
gangi verið, er ofr skiljanleg regla.«l Eins og vér höf-
um séð í upphafi pessarar ritgerðar, hafa ýmsir bankar
verið stofnaðir samkvæmt pessari reglu. „En enginn
1) Macleod.