Andvari - 01.01.1887, Síða 52
46
laga fundu ekki. Maeleod fann liann og sýndi, hvernig
gert yrði við honum.
Eáðið er ofr-einfalt. J>að er ekki annað, en að hcekka
diskontóna (og jafnframt útláns-vextina á lánum) þang-
að til útstraumr gullsins stöðvast, eða snýst við.
26. — Að öðru leyti skal hér ekki farið frekara út í
bankalög Peels. Ef vitna pyrfti við um þau, pá lýgr
reynslan sízt; og hvaða vitnisburð gefr hún þessum lög-
um ? |>ann, að í livert sinn sem verzlunar-fár hefir
komið yfir landið, hefir eina og sama úrræðið ávalt orð-
ið að taka, til að draga úr voðanum eða bœgja honum
frá ; þetta úrræði hefir verið : að nema lögin úr gildi
um stundar sakir (1847, 1857, 1866).
27. — Störf bankans eru auðvitað almenn bankastörf:
seðla-útgáfa, ávöxtun innláns-fjár, víxla-kaup (diskontér-
ing), lán mót veði, verzlun með góðmálm (gull og silfr)
o. s. frv. Auk þessa hefir hann á hendi störf fyrir
stjórnina, stjórnar ríkisskuldunum t. d.
Auk Englands-banka reka bæði samlags-bankar (akt-
síu-bankar) og einstakir bankarar almenn bankastörf.
|>að sem gerir bankafjrrirkomulag Englands svo mark-
vert, að fróðleikr er í að þekkja það, er einkum það,
hve voldugt verzlunarland og þýðingarmikið England er,
svo að þetta eitt gerir alt það markvert fyrir alla, er
England varðar. En svo er hitt eigi siðr, að England
hefir átt fleiri og merkari þjóðmeganfrœðinga og bank-
frœðinga en nokkurt annað land í heimi, að ég ekki
segi: heldr en öll önnur lönd í heimi til samans. Hef-
ir því meira og merkara ritað verið um bankafyrirkomu-
lag Englands, en nokkurs annars lands; enda eru á
enska tungu skráð flest höfuðrit í þeim frœðigreinum.
28. — J>á er nú að víkja til slcozku bankanna. |>að
sem er lærdómsrílcast við banka-fyrirkomalag Skota, er
það, að það er talandi reynslu-vottr þess, hvert feyki-
-gagn frjálst banka-fyrirkomulag getr gjört einni þjóð.
Ekkert land í heimi á banka-fyrirkomulagi sínu jafn-