Andvari - 01.01.1887, Page 53
47
-miklar framfarir og pjóðprif að þakka sem Skotland,
enda er bönkum livergi betr fyrir komið, en par í
landi.
Skotlands-banki var stofnaðr árið 1695, árið eftir
Englands-banka'. |>að var hvorttveggja, að W. Patter-
son, sem eigna má Englands-banka, var Skoti, enda er
honum og eignuð hugmyndin til Skotlands-banka. J>ó
fer um það tvennum sögum, og eigna þetta aðrir John
Holland, kaupmanni frá Lundúnum.
29. — Verulegasti munrinn á skozka bankanum og
inum enska var fyrst og fremst pað, að skozki bankinn
var algjörlega einkastofnun, stóð í engu sambandi við
ríkið og var því landstjórninni með öllu óháðr, og
hafði hún enda engan góðan augastað á honum. Bank-
inn fékk fyrst um sinn einkarétt til 1726, en er einka-
réttar-tínrinn var út runninn, flýtti landsstjórnin sér að
stofna annan banka við hlið honum til að keppa við hann
og reyna, ef unt væri að fyrirkoma honum. 1727 var
stofnaðr Tlie Royal Bank (konunglegi bankinn). J>ótt
keppnin vildi í fyrstu verða nokkuð gráleg milli pessara
tveggja banka, pá varð pó með tímanum sú raun á, að
keppnin varð báðum bönkunum til heillá og hagsmuna.
Og eins gerði landstjórnin Skotlands-banka að sínu leyti
stóran greiða, en pótt óviljandi, með pví, að veita lion-
um aldrei neitt af þeim hlynnindum eða »forréttindum«,
sem lágu eins og martröð á Englands-bauka.
Skotlands-banki var alveg frjáls og óliáðr; hann mátti
gefa út svo marga seðla, sem almenningr vildi við taka.
Slíkt frelsi lieíir nú oft pótt liætt við að yrði illa notað,
og satt að segja varð bankinn að hætta útborgunum
(hætta að standa í skilum) um stundarsakir 1704; og
getr verið að of mikil seðla-útgáfa hafiL átt pátt í því
meðfram; og nokkru seinna féllu seðlar hans lítið eitt í
1) Hann var inn fyrsti banki í heimi, sem stofnaðr var með
samlags-lilutum (aktsíum).