Andvari - 01.01.1887, Page 56
50
punda, »til að koma einingu á löggjöfina í ríkinu«'.
En alþýða reis þar upp á móti með svo miklum ákafa
(Walter Scott mælti þar máli landa sinna), að stjórnin
þorði ekki að halda lengra út í það mál. En 1846 voru
in ensku bankalög (Peel’s) lögleidd fyrir Skotland, og
varð það, eins og öll óþörf bönd, til óheilla einna. 12
árum síðar kom það fyrir í fyrsta sinn, að skozkr
banki (The Western Bank) varð gjaldþrota. Peel var
auðsjáanlega ekki heppinn banka-löggjafi. Eftir þetta má
enginn skozkr banki auka seðilmergð sína fram yfir það
sem bún var þá (1846), nema móti því, að bankinn leggi
fyrir fult jafngildi í gulli. J>etta er sama fásinnan, sem
lögleidd var árið fyrir í Englandi. Sameinist tveir bank-
ar eða fleiri, má þó sameinaði bankinn gefa út eins
mikið af seðlum eins og þeir máttu báðir áðr. En legg-
ist banki niðr, missist seðilútgáfu-réttr bans algerlcga,
og mínkar þá seðilmagn landsins. Enda befir Skotland
nú minna af seðlum en þá, og stafar það mest af liruni
eins stórbanka í Glasgow fyrir nokkrum árum- ; seðil-
útgáfuréttr bans mistist landinu.
33.—Annars eru skozkir bankamenn, þótt gætnir séu, á
háska-tímum jafnframt mjög bjálpsamir bver við annan.
|>egar t. d. 1857 stórkostleg liræðsla kom í almenning við
Union Banh í Edinburgh, svo að allir streymdu í bann,
sem inni áttu þar, til að heimta út innlög sín, og það í gulli
náttúrlega, þá gékk allan daginn gullið í margföldu öf-
ugstreymi um Bank Street1 2 3. Lafbræddir innlögunienn
sóttu gull sitt í dauðans angist í bankann og báru það
til hinna bankanna, sem menn treystu betr, og lögðu
það þar inn ; en kófsveittir banka-þjónar báru gullpok-
1) Alveg eins og danska stjórnin kemst stundum að orði við
íslendinga í sumum málum.
2) Sbr. „Skuld“ III, Nr. 11 (1879).
3) Svo heitir strætið, sem Skotlands-banki og fleiri bankar
eru í.