Andvari - 01.01.1887, Page 57
51
ana jafnharðan frá hinum hönkunum til baka upp í
»Union Bank«.
Fátt er svo ílt, að ekkert gott fylgi, og svo hefir ver-
ið um afskifti Peel’s af skozku bönkunum. Ákvæðin um,
að Skotlandi mistist seðilútgáfu-réttr hvers banka, sem
fœri á höfuðið, tel ég sjálfsagt að liafi átt góðan pátt í
samheldni skozku bankanna og hjálpsemi hver við ann-
an, og pað pví fremr, sem viðkeppni peirra var all-ó-
pirmileg stundum áðr.
Og árangrinn hefir fyllilega réttlætt petta traust og
hjálpsemi. í meira en heila öld hefir almenningr í
Skotlandi ekki tapað ejuásvirði við nokkurn hanka, og
hankarnir hafa ekki tapað á viðskiftum sínum við al-
menning. í örfáum tilfellum hafa hlut-eigendr í bönk-
um tapað við óráðvendni bankastjórnenda eða heimsku.
34. — Frá Bretlandi inu mikla skulum vér nú líta
snöggvast yfir til Fralcklands.
Maðr er nefndr John Laiv (dsjonn lo) og var skozkr,
fœddr í Edínborg 1671. Hann hafði séð örhirgð og
hvers konar eymdarástand síns fátœka vanhirta föður-
lands, og runnið pað til rifja. Hann hafði séð, liverju
peningarnir fengu áorkað til framfara, pví að Skotlands-
hanki var stofnaðr pá er Law hafði fjóra um tvítugt.
En framfarirnar sýndust honum smáar, og verzluninvar
sárlítil enn. Hvað kom til ? Svarið er skiljanlegt: pað
er ekki von að fá ár bœti úr margra alda vanprifum.
Alt parf tíð og tíma, einkum framfarir eftir ný tíðamót;
ný kynslóð verðr að vaxa upp. En Law svaraði spurn-
ingunni öðruvís: |>að vantar peninga, meiri peninga—
peir eru »afl peirra liluta, sem gera skak.
1705 gaf hann út bók : „Money and trade consi-
dered“ (sHugleiðingar um peninga og verzlun«) og fór
hann par pví fram, að auðga mætti pjóð með pví að
auka henni peninga; pað væri eklci of mikið fyrir neina
4*