Andvari - 01.01.1887, Side 62
56
87. — Víkjum vér nú frá Frakklandi til norðr-landa,
J)á er eðlilegt að minnast Svíþjóðar fyrst, því að þar
þykir sumum líklegt að fyrst liafi verið gefnir út seðlar,
en ekki 1 Feneyjum, eins og aðrir hafa haldið fram.
Johan Palmstruck stofnaði þar lánbanka og víxla-
-banka 1656, og gaf sá hanki út seðla. Hafi þeir seðl-
ar verið eiginlegir bankaseðlar, er líklega þetta inn fyrsti
seðilbanki; en það þvkir ekki fullsannað að seðlar þessir
haíi i fyrstu verið þannig vaxnir. Annars var Palm-
struck sjálfr óheppinn; honum fór sem fleirum heiir
farið, að liann gaf of mikið út af seðlum, svo að 1664
var of mikið af þeim orðið. 1668 tók þingið við stjórn
bankans, og var þá af honum tekið leyíi til að gefa út
seðla; varð hann þá að mestu fjárgeymslu-banki og spari-
sjóðr. 1726 fór hann að gefa út handhafa-skirte.ini
(»Transportsedlar«), sein eiginlega vóru upphaflega ekki
annað en skírteini fyrir upphæðum, sem honum vóru
fengnar til geymslu; en þau urðu þegar að gangeyri
sem bankaseðlar. Tíðkuðust þeir í meira en heila öld.
En bankinn fór að gefa of mikið út af þeim, og féllu
þeir í verði að munuin. 1776 var reynt að skifta á
þessum seðlum og reglulegum bankaseðlum, er inn skyldi
leysa með silfri; en ekki komst þó með því móti lag á
gangeyrinn. 1789 fór ríkisskulda-skrifstofan að gefa út
seðla, en 10 árum síðar vóru þeir fallnir niðr í hálfvirði.
Til að fá enda á óstandið var árið 1800 afráðið að lfsa
sig gjaldþrota, eins og þá var ekki svo fátítt.
Nú skyldi auka tekjur bankans og gera nú seðlana
innleysanlega fyrir alvöru. í fyrstu fór altvel; en brátt
rak í gamla horfið: bankinn veitti ríkisstjórninni stór-
lán, seðilmergðin var aukin og svo féllu þeir í verði.
|>að var ekki fyrri en 1834 að lag komst á gangeyrinn
aftr og bankinn fór að fullnœgja innlausnarskyldu sinni.
Síðan 1824 hafa einka-bankar (»enskilda bankert) haft
tilveruleyfi, og mega þeir gefa út seðla. Seðlarnir eru
trygðir eftir reglu Laws að nokkru leyti, en fjöldinn er