Andvari - 01.01.1887, Page 64
58
að bankastörfum lýtr. Skal því fljótt yfir sögu farið,
að því er til Danmerkr kemr.
Danir höfðu bréfpeninga áðr en nokkur banki var til
þar í landi. TJm aldamótin 1700 gaf ríkið út bréfpen-
inga (samkv. tilsk. 22. júní 1695 fyrir Noreg og tilsk.
8. apr. 1713 fyrir Danmörku').
40.—Fyrsti banki var stofnaðr í Danmörku 1736
(»Octroy« 29. okt.) og kallaðr »Courant-Bank« ; bann
var einstakra manna eign og fékk 40 ára einkaleyíi.
Hann var seðlabanki og fyrsta bankastofnun í pessu
ríki'. í >Oetroy«-inu er hann kallaðr »Assignations-,
Yexel- og Laanebank«, stofnaðr »til Commerciens og
Manufacturernes Befordring samt et retskaffent Credit-
væsens sikre og uforanderlige Vedligeholdelse*. Bank-
inn mátti veita lán gegn handveði og gegn ábyrgð og
kaupa víxla og víxilskuldabréf. En gegn fasteignarveði
mátti hann ekki lána; hins vegar mátti hann taka skulda-
bréf, sem gefin höfðu verið út fyrir láni gegn veði í
fasteign, að handveði fyrir lánum. I öll gjöld til ríkis-
sjóðs skyldu seðlar hans vera gjaldgengir, en enginn ein-
stakr maðr var skyldr að taka við peim sem gildum
eyri framar en sjálfr vildi.
»Octroy«-ið nefnir engin skilyrði fyrir seðla-útgáfunni,
og hafa sumir2 viljað draga af pví pá ályktun, að pað
hafi verið hugsunin í fyrstu, að seðlarnir skyldu að eins
vera geymslufjár-skírteini eða ávísanir („Assignationer“)
upp á geymslufé, og talið pví til stuðnings orðalag
Banco-Reglementsins 5. nóvbr. 1736, §§ 2. og 19*. En
1) A norsku seðlunum stóð : ,,1 Henhold til Forordn. af 22
Juni 1695 authoriseres denne Seddel for en Vœrdi aj 100 Rix-
daler Kroner". Á þeim dönsku stóð : „Efter Hans Kyl. Maje-
stcets allernaadigste Forordn. af 8 April 1713 passerer denne
Seddel for 1 Markl 2 3‘.
2) A. N. Kiœr, forstöðumaðr liagfrœðaskrifstofunnar norsku
{í riti sínu „Om Seddelbanker11, Kria. 1877).
3) „Den, som har Bankens Billetter, Recepisser og Beviser i