Andvari - 01.01.1887, Side 76
70
banka-mál vort íslendinga, og einnig vona ég pað geti
stutt til pess, að minna verði, skrifað um banka vorn af
óráði eftir en áðr.
II.
Nokkuð um banka-störfin.
Hvað er banki?
[Skilgreining nokkurra hugmynda.—3 tegundir fjár.—6 tegundir
viðskifta. — Bankafrœði. — Banki.]
1. — Til að svara pví Ijóslega og ótvíræðlega, verðr
maðr fyrst að gera sér grein fyrir nokkrum auðfrœðis-
legum hugmyndum.
2. — Auðr pýðir mergð fjár, en fé er sérhvað pað sem
er viðskiftilegt eðr hefir viðskifta-gildi. — Til pess að
vita, hvort einhver hlutr sé fé eða ekki, parf ekki nema
að spyrja sjálfan sig : Verðr hann verði metinn? Verðr
hann keyptr og seldr ? Verðr honum einum út af fyr-
ir sig skift fyrir aðra hluti ?
3. — Teyundir auðs eðr fjár eru prjár, hver annari
eðlis-ólíkar:
1. eru líkamlegir hlutir, svo sem jarðir, hús, kvikfé,
korn, timbr, málmar, peningar og ótal aðrir pessu
líkir hlutir, sem allir viðrkenna að sé fé.
2. Hver maðr getr selt verk sitt eðr starf, fyrirhöfn
eðr ómak eðr pjónustu; pað gerir t. d. hjúið, dag-
launamaðrinn, smiðrinn, málarinn, málfœrslumaðr-
inn, embættismaðrinn o. s. frv.; og pegar maðr
selr starf sitt, pá er staríið viðskiftilegr hlutr, pað
er verði metið, fer kaupum og sölum — er pví fé
og heyrir pví undir auð.
3. Til er enn ein tegund verðmætra hluta, er keypt
verðr og seld. pað eru réttindi. J>að er mikill