Andvari - 01.01.1887, Page 77
71
eðlismunr á, hvort ég fyrir ákveðinn hlut, t. d.
fyrir hest, fæ 100 kr. í peningum út í hönd, eða
ég fæ skuldbréf (pótt arðhært sé) fyrir hundrað
krónum. Skuldbréfið er að eins réttr til síðar að
fá 100 kr. greiddar. |>etta sýnir sig bezt á pví,
að menn kaupa og selja skuldbréf fyrir peninga.
T. d. ég „lána“, sem kallað er, manni 100 kr. í
gulli. Ég sel honum par með til fullrar eignar
gullið; ég á ekki lengr pessar 100 kr. Ætti ég
pær, pá gæti ég á gjalddaga heimtað þœr sömu
krönur aftr, pótt pær væru í priðja manns hendr
komnar, ef þær sjálfar væru enn eign mín. En
svo er ekki. |>ar á móti á ég skuldbréfið, sem
ég fékk fyrir pær. Ég get selt það öðrum. Hvað
sel ég, er ég sel pað ? Ég sel réttinn til endr-
gjalds (og leigu, ef svo heíir til skilið verið) 100
króna. |>að er pví í vísindalegum skilningi rang-
nefni að tala um „lán“, pá er svona stendr á.
Ef ég læt hlutinn af hendi um stund, með pví
skilyrði að fá sama hlutinn (en ekki annan jafn-
góðan) aftr (t. d. ljæ hest), pá er pað „lán“ („lán
er pað sem léð er«). Láti ég aftr á móti hlutinn
af hendi gegn pví að fá síðar annan lilut jafn-
virði hans aftr, pá er pað í eiginlegum skilningi
sala—sala með gjaldfresti1.—Ýmsar aðrar tegundir
réttinda má og selja: uppsátrs-rétt, beitar-rétt,
útgáfu-rétt o. s. fr.
4. — Yér höfum pannig séð, að öllu fé verðr skift í
þrjár tegundir. Enginn sá hlutr verðr verði metinn,
1) pegar kaupmaðr „lánar“ (sem kallað er) bónda 1 tn. af
rúgi (segjum 18 kr. virði), þá er þetta sala með gjaldjresti; rúg-
tunnan hættir þegar að vera eign kaupmanns, en verðr þegar full-
komin eign bónda. En kaupm. fargaði henni þó ekki fyrir ekk-
ert; hann skrifar bónda í 18 kr. skuld í bók sinni; og hvað er
þessi skuld ? Hún er réttr gagnvart bónda til að fá verð 1 tn.
korns eða 18 kr.; þennan rétt getr hann selt öðrum.