Andvari - 01.01.1887, Page 79
73
uu, heita bankarar. Sé pað félög eða stofnanir, nefnast
pær bankar.
7. — Bankari er maðr, sem verzlar með peninga og
lánstraust (slculdir, kröfur, verðmæt réttindi).
Banki er stofnun, sem rekr verzlun með peninga og
og lánstraust.
Ath.: það er altítt ab heyra þá skilgreining á banka (og bank-
ara), að það sé stofnun (maðr), sem sé miðill eða meðalgangari
milli iánveitis og lánþcgja; en þessi skilgreining er röng og livíl-
ir á gersamlegum misskilningi á banka-störfum.
Bankans eiginlega starf er ])á þessi verzlun; en pað
tíðkast auk þess að bankar gefa sig meira eða minna við
öðrum fjárplógs-störfum.
Afstaða bankans við skiftavini sína.
8. — Eftir pví sem hankastörf tíðkast nú, getr hank-
inn staðið í ferns konar afstöðu til viðskiftamanns
síns:
1. sem kaupandi (og seljandi) peninga eðr skulda
(lánstrausts).
2. sem umboðsmaðr hans eðr fulltrúi eðr ráðsmaðr,
hvort heldr yfir peningum hans eðr verðskjölum.
3. sem veðlwfi.
4. sem geymandi, vörðr eðr varðveitandi verðmætra
fjármuna.
Skyldur, réttindi og ábyrgð hvors um sig, bankans og
viðskiftamanns hans, eru sínar í hverju tilfelli, eftir pví,
í hverju af pessum samböndum eða í hverri pessari af-
stöðu bankinn stendr við viðskiftamanninn.
Bankinn og viðskiftamaðr hans sem kaupandi og
s e 1 i a n d i.
9. — Ið fyrsta af þessum tilfellum er pað almenna, að
viðskiftamaðrinn byrjar viðskifti sín við bankann eða
>kemst í bók* hjá honum með því að »leggja inn< p.
e. borga bankanum peninga, en bankinn fœrir honum
upphæðina til góða eða tekjumegin á reikning hans.
\