Andvari - 01.01.1887, Page 81
75
gerði viðskiftamönnum sínum kost á að leggja fé inn í
frjóreikning. Frumvarp stjórnarinnar heíir auðsjáanlega
ætlazt til pess; 6. gr. kveðr par svo á : »[Bankinn]
.. .. tekr við peningum sem innláni eða1 með spari-
sjóðskjörum, á dálk og í lilaupareikning«. Hér er um
þrent að rœða: 1. með sparisjóðs-kjörum ; 2. á dálk
(o: í ófrjóvan vildkræfan reikning; ,,Folio“); 3. í hlaupa-
reikning (o: vildkræfan frjóreikning; „Kontokurant“ í
þrengri merkingu, sama sem „upp ocli afskr. conto“).
— En svo breytti nefndin í neðri deild (sem ég var
einn í) orðum frvs.ins, svo að nú stendr í 6 gr. 1.:
»sem innláni eða með sparisjóðskjörum, á dálk eða á
hlaupareikning*. Hvað þýðir petta »eða« á seinna staðn-
um, sem nefndin hefir sett í staðinn fyrir »og« í frv. ?
Er pað að eins skýrandi eins og á fyrra staðnum, svo
að »hlaupareikningr« eigi að tákna sama sem »dálkr« ?
I fljótu bragði virðist svo, pví að til hvers var annars
að hreyta »og« í »eða« ? En í 78. pingskjali (1885,
Alþ.tíð. C.) segir nefndin, að petta sé að eins orða-breyt-
ing en eklci efnis. Af pessu mun mega telja pað víst,
að bankalög vor geri ráð fyrir hæði ófrjóvum reikning-
um vildkræfum (,,Folio“) og vildkræfum frjóreikningum
(„Current Account“, „upp och afskr. conto“). Breyt-
ing nefndarinnar í bankamálinu er því þýðingarlaus orð-
breyting.
11.—En pað er sjaldnast að skiftavinir hankans skifta
pannig við hann, og það af ýmsum ástœðum. Oftast
er hitt, að viðskiftamaðr hefir selt öðrum skiftavini
sínum vöru og fengið t. d. 3 mánaða víxil í borgun;
en víxillinn er honum ekki hentugr gjaldeyrir, og fer
hann pví til bankans með víxilinn og býðr bankanum
hann til kaups. Álíti bankinn skuldina góða, svo víst
megi telja að hún verði greidd í eindaga, pá kaupir
hann hana (víxilinn) af viðskiftamanni og fœrir fulla
1) „eða“ = „það er að segja".