Andvari - 01.01.1887, Side 88
82
bankinn má ekki ganga að, eða lialda aftr, upp í skulda-
skifti neinu pví sem honum hefir verið í liendr fengið
til varðveizlu að eins eða sem umboðsmanni í sérstökum
tilgangi, en aftr á móti sérhverju pví skuldunautnum
tilheyrandi, sem honum (bankanum) er í hendr fengið,
án pess að slík sérstök ákvæði eigi sér stað; með öðrum
orðum: sem honum er í hendr fengið sem banka-fé í
eiginlegasta skilningi.
Bankinn aem varðveitandi eðr geymandi verð-
mætra fjármuna viðskiftamanns.
20. — Auk peirra viðskifta, sem áðr eru talin, er enn
ein tegund viðskifta til milli banka og skiftavinar hans.
Hún er í pví fólgin, að viðskiftamaðr fer til bankans
og biðr hann að geyma fyrir sig muni, t. d. peninga,
gull-gripi eða silfr-gripi eða aðra dýrgripi, eða verðskjöl,
svo sem skuldbréf, vátryggingar-skírteini, lilutabréf,
kaupbréf, arfleiðsluskrár, samninga, eða einhverja pví um
líka muni, sem mjög miklu varðar að eigi glatist. Hér
kemr pá bankinn fram sem geymandi, vörör eða varö-
veitandi fjármuna; til slíks geymslufjár eðr geymslu-
-muna öðlast bankinn engan eignrétt nó veðrétt, hversu
mikið sem eigandi fjárins skuldar honum. — |>ar sem
pað er ákveðið annaðhvort í bankalögum eða almennum
lögum, að menn missi skuldkröfurétt sinn, ef hann er
eigi gerðr gildandi ákveðið árabil', pá nær slík ákvörð-
un mér vitanlega hvergi til geymslufjár. pannig er
sagt að ýmis bankara-hús í Lundúnum geymi enn í
dag gull-gripi og gimmsteina, sem frakkneskir fiótta-
menn fólu peim til geymslu í stjórnbyltingunni miklu
1) Samkv. ávkæðum í reglugerðar-viðauka framan við við-
skiftabœkr landsbankans hér, gcta eigendr mist rétt sinn til
innlögufjár ef þeir vitja hvorki vaxta né höfuðstóls í 10 ár. í
Englandi fyrnist að landslögum almennr skuldkröfuréttr eftir
sex ár. (Cab. Lawyer, Chap. 2, pag. 69.).