Andvari - 01.01.1887, Side 91
85
öðrum orðum: meðan seðlar eru eigi fleiri en pað, að
gull er til jöfnum höndum í viðskiftum manna, eða eigi
liggr við að pað hverfi úr viðskiftum, pá er eigi hætt
við að seðlarnir geti fallið. En skyldi verða gefið meira
út af peim — eða skyldi viðskiftapörfin síðar heimta
minni upphæð en nú, t. d. af pví að vixlar, bankaávís-
anir eðr annað pví líkt bygði seðlum og peningum út
að nokkru leyti — pá er pó gefið takmark að sjálfsögðu
fjTÍr pví, hvað seðlarnir gætu í frekasta lagi fallið í
verði. Fallið getr aldrei, í versta tilfelli, orðið vneira,
en nemr lcostnaðinum við, að senda póstdvísun til út-
landa og fá gull aftr sent þaðan lnngað — og petta
geta allir reiknað út að er ekki stórvægið. Allar grýlur,
sem málaðar eru upp fyrir oss af ófara-dœmum ann-
ara pjóða, eru pví ímyndunar-draugar einir. Seðlar
vorir eru ékki óinnleysanlegir.
25. — Jægar pess er nú gætt, að 500,000 kr. eru víst
naumast meira en 1 /» peirrar upphæðar, er innanlands-
viðskiftin binda hér föst 1 landi, og að víxlar eru lítt
sem ekki tíðkaðir hér enn, rétt í bernsku, og banka-
ávísanir ekki til, pá er auðsætt að seðlar vorir með inn-
lausnarmáta peim sem á peiin er (fyrir milligöngu póst-
ávísana) eru og verða fyrst um sinn lengi öruggir, ó-
yggjandi tryggir, og geta aidrei fallið neitt voðalega í
verði.
En er pá nokkur ástœða til að óska heldr, að seðl-
arnir væru innleysanlegir við bankann sjálfan?
J>að er auðsætt, að með pví að öll seðlaupphæðin, sem út
er gefin, nemr ekki nema nokkrum hluta af pví sem parf
með til innanlands-viðskifta, og með pví af gullinu rýmir
fyrir seðlunum einmitt króna fyrir krónu, pá verðr sú
uppliæð, sem á gangi er í seðlum og peningum til sam-
ans, alveg jöfn peirri upphæð, sem á gangi hefði verið
í gulli einvörðungu, ef engir seðlar hefðu verið. Upphæð
gjaldeyris pess sem á gangi er, verðr pannig alveg söm,